Vonbrigði að Íslendingar hafi ekki þegið heimboðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2018 06:15 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur verið gagnrýndur fyrir stefnu sína í fíkniefnamálum. Vísir/AFP Fulltrúi Filippseyja á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna fór hörðum orðum um Íslendinga og þær 37 aðrar þjóðir sem gagnrýndu ástand mannréttindamála á eyjunum á þinginu. Þetta er í annað sinn á undanförnum 9 mánuðum sem stjórnvöld í Manilla senda Íslendingum tóninn vegna gagnrýni sinnar. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Íslands las upp á mannréttindaþinginu, sem haldið var í New York í liðinni viku, var stefna filippeyskra stjórnvalda í fíkniefnamálum hörmuð. Þúsundir vímuefnaneytenda hafa verið teknir af lífi án dóms og laga á því rúma ári sem forseti eyjanna, Rodrigo Duterte, hefur rekið harða stefnu sína í málaflokknum. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stefnunni verði breytt, þannig að hún taki mið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, og rannsóknir á dauðsföllum neytendanna verði til lykta leiddar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendinefnd Íslands á mannréttaþinginu beinir spjótum sínum að Filippseyjum. Það gerði hún einnig þegar þingið var haldið í Genf í september í fyrra, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.Á þinginu um helgina, rétt eins og í Genf á síðasta ári, sagði fulltrúi Filippseyja að afstaða Íslendinga væri mikil vonbrigði, hlutdræg og tilhæfulaus. Stjórnvöld í Manilla hefðu boðið Íslendingum til landsins þannig að þeir gætu sjálfir gengið úr skugga um stöðu mannréttindamála á Filippseyja. Það boð hefðu íslensk stjórnvöld ekki þegið.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna„Því miður virðast vinir okkar ekki hafa mikinn áhuga á sannleikanum og vilja heldur reiða sig á villand upplýsingar,“ er haft eftir utanríkisráðherra Filippseyja, Alan Peter Cayetano, á vef kínverska ríkismiðilsins Xinhua. Í andsvari sínu benti fulltrúi Filippseyja á að ferill Íslendinga í mannréttindamálum væri ekki flekklaus - og nefndi móttöku flóttamanna máli sínu til stuðnings. Það væri niðurlægjandi fyrir hin þróuðu ríki heimsins að þriðji heimurinn tæki á móti um 80% allra flóttamanna heimsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrVísir/egillEftir gagnrýnina Íslendinga í Genf í fyrra beindu Filippseyjar kastljósi sínu að fóstureyðingum á Íslandi. Þá hafði CBS-sjónvarpsstöðin nýlega birt umtalaða umfjöllun sína um Downs-heilkennið á Íslandi, en fá börn fæðast hér á landi með heilkennið. Í samtali við mbl segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð Filippseyinga komi sér ekki á óvart. Þeir hafi áður hnýtt í Íslendinga, sem fyrr segir. Hann segir að sama skapi að viðbrögð þeirra muni ekki verða til þess að Íslendingar breyti stefnu sinni í málaflokknum á alþjóðavettvangi. Þar að auki segir Guðlaugur að heimboð stjórnvalda í Manilla skipti engu máli. Gagnrýnin lúti að því að þau starfi með alþjóðasamtökum og veiti þeim aðgengi að landinu. Það sé hreinlega of mikið af mannréttindabrotum í heiminum til að einn ráðherra Íslands geti tekið þau öll út. Filippseyjar Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 „Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fulltrúi Filippseyja á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna fór hörðum orðum um Íslendinga og þær 37 aðrar þjóðir sem gagnrýndu ástand mannréttindamála á eyjunum á þinginu. Þetta er í annað sinn á undanförnum 9 mánuðum sem stjórnvöld í Manilla senda Íslendingum tóninn vegna gagnrýni sinnar. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Íslands las upp á mannréttindaþinginu, sem haldið var í New York í liðinni viku, var stefna filippeyskra stjórnvalda í fíkniefnamálum hörmuð. Þúsundir vímuefnaneytenda hafa verið teknir af lífi án dóms og laga á því rúma ári sem forseti eyjanna, Rodrigo Duterte, hefur rekið harða stefnu sína í málaflokknum. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stefnunni verði breytt, þannig að hún taki mið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, og rannsóknir á dauðsföllum neytendanna verði til lykta leiddar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendinefnd Íslands á mannréttaþinginu beinir spjótum sínum að Filippseyjum. Það gerði hún einnig þegar þingið var haldið í Genf í september í fyrra, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.Á þinginu um helgina, rétt eins og í Genf á síðasta ári, sagði fulltrúi Filippseyja að afstaða Íslendinga væri mikil vonbrigði, hlutdræg og tilhæfulaus. Stjórnvöld í Manilla hefðu boðið Íslendingum til landsins þannig að þeir gætu sjálfir gengið úr skugga um stöðu mannréttindamála á Filippseyja. Það boð hefðu íslensk stjórnvöld ekki þegið.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna„Því miður virðast vinir okkar ekki hafa mikinn áhuga á sannleikanum og vilja heldur reiða sig á villand upplýsingar,“ er haft eftir utanríkisráðherra Filippseyja, Alan Peter Cayetano, á vef kínverska ríkismiðilsins Xinhua. Í andsvari sínu benti fulltrúi Filippseyja á að ferill Íslendinga í mannréttindamálum væri ekki flekklaus - og nefndi móttöku flóttamanna máli sínu til stuðnings. Það væri niðurlægjandi fyrir hin þróuðu ríki heimsins að þriðji heimurinn tæki á móti um 80% allra flóttamanna heimsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrVísir/egillEftir gagnrýnina Íslendinga í Genf í fyrra beindu Filippseyjar kastljósi sínu að fóstureyðingum á Íslandi. Þá hafði CBS-sjónvarpsstöðin nýlega birt umtalaða umfjöllun sína um Downs-heilkennið á Íslandi, en fá börn fæðast hér á landi með heilkennið. Í samtali við mbl segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð Filippseyinga komi sér ekki á óvart. Þeir hafi áður hnýtt í Íslendinga, sem fyrr segir. Hann segir að sama skapi að viðbrögð þeirra muni ekki verða til þess að Íslendingar breyti stefnu sinni í málaflokknum á alþjóðavettvangi. Þar að auki segir Guðlaugur að heimboð stjórnvalda í Manilla skipti engu máli. Gagnrýnin lúti að því að þau starfi með alþjóðasamtökum og veiti þeim aðgengi að landinu. Það sé hreinlega of mikið af mannréttindabrotum í heiminum til að einn ráðherra Íslands geti tekið þau öll út.
Filippseyjar Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 „Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56
„Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14