Landaði fimm stórlöxum sama daginn Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2018 10:20 Nils með einn af löxunum úr Vatnsdalsá Mynd: Nils Folmer FB Nils Folmer er veiðimönnum vel kunnur enda er hann einn öflugasti stórlaxaveiðimaður sem sést hefur á bökkum landsins. Á sunnudaginn var hann við veiðar í Vatnsdalsá og verði sér lítið fyrir og landaði fjórum löxum á morgunvaktinni og sá stærsti af þeim var 93 sm. Hann bætti um betur og landaði síðan fimmta laxinum á seinni vaktinni en sá var 95 sm langur og nýgengin lax af Vatnsdalsstofni er líklega um 10 kíló í þessari lengd þbí eins og veiðimenn þekkja er laxinn í ánni bæði þykkur og eins og sagt var um þessa laxa "það er þungt í þeim pundið". Laxarnir tóku allir flugu sem Nils hannaði sjálfur sem ber nafnið Autumn Hooker. Nafnið gæti gefið það til kynna að þetta sé síðsumarsfluga en svo er greinilega ekki, í það minnsta gæti hún kannski veit vel allt tímabilið. Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði
Nils Folmer er veiðimönnum vel kunnur enda er hann einn öflugasti stórlaxaveiðimaður sem sést hefur á bökkum landsins. Á sunnudaginn var hann við veiðar í Vatnsdalsá og verði sér lítið fyrir og landaði fjórum löxum á morgunvaktinni og sá stærsti af þeim var 93 sm. Hann bætti um betur og landaði síðan fimmta laxinum á seinni vaktinni en sá var 95 sm langur og nýgengin lax af Vatnsdalsstofni er líklega um 10 kíló í þessari lengd þbí eins og veiðimenn þekkja er laxinn í ánni bæði þykkur og eins og sagt var um þessa laxa "það er þungt í þeim pundið". Laxarnir tóku allir flugu sem Nils hannaði sjálfur sem ber nafnið Autumn Hooker. Nafnið gæti gefið það til kynna að þetta sé síðsumarsfluga en svo er greinilega ekki, í það minnsta gæti hún kannski veit vel allt tímabilið.
Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði