Real Madrid reyndi að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 11:45 Angel di Maria vill hér fá boltann frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Vísir/AP Argentínumaðurinn Angel di Maria á ýmislegt óuppgert frá tíma sínum í stórliðinu Real Madrid. Hann sakar spænska félagið um að hafa reynt að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM 2014. Argentínumenn mættu Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2014 þar sem liðið tapaði 1-0 í framlengingu. Angel di Maria skrifaði pistil fyrir Players Tribune þar sem hann segir frá tilraunum forráðamanna Real Madrid til að stöðva þáttöku hans í leiknum. Angel di Maria meiddist í átta liða úrslitunum eftir að hafa lagt upp sigurmarkið sem kom Argentínu í undanúrslitin. Hann tognaði í læri og það var talið ólíklegt að hann spilaði meira á mótinu. Úrslitaleikurinn fór fram átta dögum eftir að hann tognaði. Di Maria segir frá því að forráðamenn argentínska landsliðsins hafi fengið bréf frá Real Madrid að morgni dagsins sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég vissi um leið hvað var í gangi. Það höfðu allir heyrt sögusagnirnar um að Real ætlaði að kaupa James Rodríguez eftir HM og ég vissi að þeir ætluðu að selja mig til að búa til pláss fyrir hann,“ sagði Angel di Maria.Before the 2014 #WorldCup final, Ángel Di María received a letter from the Real Madrid staff urging him not to play. “Throw it away. The one who decides here is me.” He shares: https://t.co/rHAQR32ySOpic.twitter.com/lkzaQzqx82 — The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 25, 2018 „Þeir vildu því ekki að eignin þeirra myndi verða fyrir hnjaski í þessum leik. Það var svo einfalt,“ sagði Di Maria. „Ég opnaði ekki einu sinni bréfið heldur reif það niður í marga hluta og sagði við: Hendið þessu. Sá eini sem ákveður þetta er ég,“ sagði Di Maria. Di Maria fékk þó aldrei að koma við sögu í leiknum. Sat á bekknum allan tímann. Sóknarmönnunum Sergio Agüero og Rodrigo Palacio var skipt inná fyrir þá Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuaín. Miðjumaðurinn Fernando Gago kom svo inn fyrir kantmanninn Enzo Pérez. Real Madrid seldi síðan Angel di Maria til Manchester United fyrir 59,7 milljónir punda 26. ágúst 2014. Di María gerði fimm ára samning við United en var seldur til Paris Saint-Germain í júlí árið eftir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Angel di Maria á ýmislegt óuppgert frá tíma sínum í stórliðinu Real Madrid. Hann sakar spænska félagið um að hafa reynt að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM 2014. Argentínumenn mættu Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2014 þar sem liðið tapaði 1-0 í framlengingu. Angel di Maria skrifaði pistil fyrir Players Tribune þar sem hann segir frá tilraunum forráðamanna Real Madrid til að stöðva þáttöku hans í leiknum. Angel di Maria meiddist í átta liða úrslitunum eftir að hafa lagt upp sigurmarkið sem kom Argentínu í undanúrslitin. Hann tognaði í læri og það var talið ólíklegt að hann spilaði meira á mótinu. Úrslitaleikurinn fór fram átta dögum eftir að hann tognaði. Di Maria segir frá því að forráðamenn argentínska landsliðsins hafi fengið bréf frá Real Madrid að morgni dagsins sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég vissi um leið hvað var í gangi. Það höfðu allir heyrt sögusagnirnar um að Real ætlaði að kaupa James Rodríguez eftir HM og ég vissi að þeir ætluðu að selja mig til að búa til pláss fyrir hann,“ sagði Angel di Maria.Before the 2014 #WorldCup final, Ángel Di María received a letter from the Real Madrid staff urging him not to play. “Throw it away. The one who decides here is me.” He shares: https://t.co/rHAQR32ySOpic.twitter.com/lkzaQzqx82 — The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 25, 2018 „Þeir vildu því ekki að eignin þeirra myndi verða fyrir hnjaski í þessum leik. Það var svo einfalt,“ sagði Di Maria. „Ég opnaði ekki einu sinni bréfið heldur reif það niður í marga hluta og sagði við: Hendið þessu. Sá eini sem ákveður þetta er ég,“ sagði Di Maria. Di Maria fékk þó aldrei að koma við sögu í leiknum. Sat á bekknum allan tímann. Sóknarmönnunum Sergio Agüero og Rodrigo Palacio var skipt inná fyrir þá Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuaín. Miðjumaðurinn Fernando Gago kom svo inn fyrir kantmanninn Enzo Pérez. Real Madrid seldi síðan Angel di Maria til Manchester United fyrir 59,7 milljónir punda 26. ágúst 2014. Di María gerði fimm ára samning við United en var seldur til Paris Saint-Germain í júlí árið eftir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira