Nýr Veiðimaður kominn út Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2018 09:00 Sumarblað Veiðimannsins er komið út og er efni þess fjölbreytt og skemmtilegt. Hver laxveiðiáin á fætur annarri opnar um þessar mundir og ekki amalegt að hafa gott lesefni með sér á veiðislóð. Blaðinu var dreift til áskrifenda í síðustu viku og eiga því allir SVFR-félagar að hafa fengið eintakið sitt sent heim. Í Veiðimanninum lýsir Stefán Hallur Jónsson Gljúfurá í Borgarfirði en hann þekkir Gljúfurá öðrum betur. Stefán Hallur var um árabil formaður árnefndar SVFR í Gljúfurá og undirbjó ána í ein tuttugu sumur fyrir hvert veiðitímabil með merkingu veiðistaða. Fengur er að lýsingu hans á þessari skemmtilegu á sem á sérstakan sess í hjarta félagsmanna SVFR. Lýsinguna prýða glæsilegar myndir Einars Rafnssonar sem hefur myndað fjölmargar ár félagsins á undanförnum árum. Val á hinni einu réttu flugu er Veiðimanninum hugleikið, birtustig, vatnafar og trú mannskepnunnar á að hún veiði. Ein rönd til eða frá gæti skipt sköpum, efnisval, hnýting og frágangur. Sumir trúa á að ákveðnar flugur séu gæddar einstökum töfrum en sumar veiða mest vegna kenja veiðimanna sem nota bara fáeinar tegundir flugna. Svo má velta því fyrir sér hvort flugan er hnýtt fyrir laxinn eða veiðimanninn? Hvernig sér laxinn t.d. litadýrðina þegar út í hylinn er komið? Bústnar og litríkar en umfram allt veiðnar silungapúpur er líka að finna í blaðinu. Forsíðumyndina prýðir lómur en í blaðinu lítur Veiðimaðurinn í kringum sig á bakkanum og skoðar fiðraða veiðifélaga. Einn þeirra er lómurinn en söngur hans er sagður geta sagt til um veðrið, væli hann sé von á rigningu en þegar hann gaggi verði þurrkur. Flestir sunnan- og vestanlands bíða spenntir eftir gagginu, þetta fer að verða gott! Nýr formaður SVFR, Jón Þór Ólafsson, hefur tekið við keflinu og leggur hann línurnar í ítarlegu viðtali um hin ýmsu mál og við kynnum okkur söguna af hinni mögnuðu Metallicu Péturs Steingrímssonar í Laxárnesi og kynnumst knáum veiðikonum í Börmunum svo fátt eitt sé nefnt. Útgefandi Veiðimannsins er SVFR en málgagn stangveiðimanna hefur komið út frá árinu 1940 og hefur frætt og kætt fjölmargar kynslóðir veiðimanna í nærri 80 ár. Mest lesið Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði
Sumarblað Veiðimannsins er komið út og er efni þess fjölbreytt og skemmtilegt. Hver laxveiðiáin á fætur annarri opnar um þessar mundir og ekki amalegt að hafa gott lesefni með sér á veiðislóð. Blaðinu var dreift til áskrifenda í síðustu viku og eiga því allir SVFR-félagar að hafa fengið eintakið sitt sent heim. Í Veiðimanninum lýsir Stefán Hallur Jónsson Gljúfurá í Borgarfirði en hann þekkir Gljúfurá öðrum betur. Stefán Hallur var um árabil formaður árnefndar SVFR í Gljúfurá og undirbjó ána í ein tuttugu sumur fyrir hvert veiðitímabil með merkingu veiðistaða. Fengur er að lýsingu hans á þessari skemmtilegu á sem á sérstakan sess í hjarta félagsmanna SVFR. Lýsinguna prýða glæsilegar myndir Einars Rafnssonar sem hefur myndað fjölmargar ár félagsins á undanförnum árum. Val á hinni einu réttu flugu er Veiðimanninum hugleikið, birtustig, vatnafar og trú mannskepnunnar á að hún veiði. Ein rönd til eða frá gæti skipt sköpum, efnisval, hnýting og frágangur. Sumir trúa á að ákveðnar flugur séu gæddar einstökum töfrum en sumar veiða mest vegna kenja veiðimanna sem nota bara fáeinar tegundir flugna. Svo má velta því fyrir sér hvort flugan er hnýtt fyrir laxinn eða veiðimanninn? Hvernig sér laxinn t.d. litadýrðina þegar út í hylinn er komið? Bústnar og litríkar en umfram allt veiðnar silungapúpur er líka að finna í blaðinu. Forsíðumyndina prýðir lómur en í blaðinu lítur Veiðimaðurinn í kringum sig á bakkanum og skoðar fiðraða veiðifélaga. Einn þeirra er lómurinn en söngur hans er sagður geta sagt til um veðrið, væli hann sé von á rigningu en þegar hann gaggi verði þurrkur. Flestir sunnan- og vestanlands bíða spenntir eftir gagginu, þetta fer að verða gott! Nýr formaður SVFR, Jón Þór Ólafsson, hefur tekið við keflinu og leggur hann línurnar í ítarlegu viðtali um hin ýmsu mál og við kynnum okkur söguna af hinni mögnuðu Metallicu Péturs Steingrímssonar í Laxárnesi og kynnumst knáum veiðikonum í Börmunum svo fátt eitt sé nefnt. Útgefandi Veiðimannsins er SVFR en málgagn stangveiðimanna hefur komið út frá árinu 1940 og hefur frætt og kætt fjölmargar kynslóðir veiðimanna í nærri 80 ár.
Mest lesið Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði