Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Bragi Þórðarson skrifar 13. júní 2018 06:00 Alonso í kappakstri helgarinnar. vísir/getty Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. Alonso vann heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 árin 2005 og 2006 með Renault. Síðan þá hefur spænski snillingurinn í rauninni alltaf verið réttur maður á röngum stað. Eftir titlana með Renault færði Fernando sig yfir til McLaren þar sem að hinn kornungi Lewis Hamilton stal algjörlega senunni. Spánverjinn ákvað því að snúa aftur til Renault árið eftir en ljóst var að bestu ár franska framleiðandans voru búin. Árið 2010 fékk Alonso tækifæri á að keyra fyrir sigursælasta lið allra tíma, Ferrari. Fernando eyddi bestu árum ferils sýns hjá Ferrari, en ítalski kappakstursrisinn var þó í gríðarlegri lægð á þessum árum. Landaði því Spánverjinn aðeins 11 sigrum á þeim fimm árum sem hann eyddi á Maranello. Árið 2015 snéri hann svo aftur til McLaren er breska liðið var nýbúið að gera spennandi samning við vélarframleiðandann Honda. Samstarfið reyndist algjörlega hræðilegt og vantaði vélunum bæði afl og áræðanleika. McLaren stóð þó alltaf fast á þeirri skoðun að þeirra bíll væri sá besti, vandamálið var bara vélin. Sú fullyrðing er þó greinilega röng þar sem liðið hefur lítið bætt sig þrátt fyrir að keyra með Renault vélar í ár. Alonso og McLaren eru því ennþá á svipuðum stað og fyrir ári síðan og eru því litlar líkur á að Fernando muni nokkurn tímann vinna annan kappakstur í Formúlu 1. Vélarbilunin hjá Spánverjanum í kanadíska kappakstrinum um helgina gæti hafa verið dropinn sem fyllti loksins mælinn. Alonso er nú þegar byrjaður að hugsa um aðra hluti en Formúlu 1 og keppti hann meðal annars í Indy 500 kappakstrinum á síðastliðnu ári. Í sumar er Fernando að keppa í þolakstri með Formúlunni og mun hann taka þátt í heimsfræga Le Mans kappakstrinum um næstu helgi. Það er því ljóst að Spánverjinn knái er þegar farinn að hugsa um hvað býður hans eftir að Formúlu ferlinum lýkur. Það er því bara spurning hvort að hinn 36 ára Alonso setji hanskana á hilluna í lok þessa árs eða reynir við eitt árið enn með McLaren. Formúla Tengdar fréttir Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. Alonso vann heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 árin 2005 og 2006 með Renault. Síðan þá hefur spænski snillingurinn í rauninni alltaf verið réttur maður á röngum stað. Eftir titlana með Renault færði Fernando sig yfir til McLaren þar sem að hinn kornungi Lewis Hamilton stal algjörlega senunni. Spánverjinn ákvað því að snúa aftur til Renault árið eftir en ljóst var að bestu ár franska framleiðandans voru búin. Árið 2010 fékk Alonso tækifæri á að keyra fyrir sigursælasta lið allra tíma, Ferrari. Fernando eyddi bestu árum ferils sýns hjá Ferrari, en ítalski kappakstursrisinn var þó í gríðarlegri lægð á þessum árum. Landaði því Spánverjinn aðeins 11 sigrum á þeim fimm árum sem hann eyddi á Maranello. Árið 2015 snéri hann svo aftur til McLaren er breska liðið var nýbúið að gera spennandi samning við vélarframleiðandann Honda. Samstarfið reyndist algjörlega hræðilegt og vantaði vélunum bæði afl og áræðanleika. McLaren stóð þó alltaf fast á þeirri skoðun að þeirra bíll væri sá besti, vandamálið var bara vélin. Sú fullyrðing er þó greinilega röng þar sem liðið hefur lítið bætt sig þrátt fyrir að keyra með Renault vélar í ár. Alonso og McLaren eru því ennþá á svipuðum stað og fyrir ári síðan og eru því litlar líkur á að Fernando muni nokkurn tímann vinna annan kappakstur í Formúlu 1. Vélarbilunin hjá Spánverjanum í kanadíska kappakstrinum um helgina gæti hafa verið dropinn sem fyllti loksins mælinn. Alonso er nú þegar byrjaður að hugsa um aðra hluti en Formúlu 1 og keppti hann meðal annars í Indy 500 kappakstrinum á síðastliðnu ári. Í sumar er Fernando að keppa í þolakstri með Formúlunni og mun hann taka þátt í heimsfræga Le Mans kappakstrinum um næstu helgi. Það er því ljóst að Spánverjinn knái er þegar farinn að hugsa um hvað býður hans eftir að Formúlu ferlinum lýkur. Það er því bara spurning hvort að hinn 36 ára Alonso setji hanskana á hilluna í lok þessa árs eða reynir við eitt árið enn með McLaren.
Formúla Tengdar fréttir Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. 12. júní 2018 06:00
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti