Ekki víst að besta frammistaða landsliðsins frá upphafi dugi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2018 10:30 Argentínumenn hafa farið á kostum í Moskvu undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Klukkan 13.00 flautar Pólverjinn Szymon Marciniak á stærsta leik íslenskrar knattspyrnusögu, allavega ef marka má orð Heimis Hallgrímssonar. Hvernig sem fer verður þetta alltaf söguleg stund, enda fyrsti leikur íslensks fótboltalandsliðs á heimsmeistaramóti. Mótherjarnir eru ekki af verri endanum; ein stærsta fótboltaþjóð heims og tvöfaldir heimsmeistarar Argentínu sem hafa innan sinna raða þann sem margir telja besta fótboltamann allra tíma, Lionel Messi. Og líkt og á EM 2016 mætir Ísland risaliði með risastjörnu innanborðs í fyrsta leik sínum. Í Frakklandi mætti Ísland Portúgal og náði í 1-1 jafntefli. Stærsta spurningarmerkið í aðdraganda leiksins, allavega hvað íslenska liðið varðar, var hvort Aron Einar Gunnarsson yrði klár í slaginn. Akureyringurinn virðist hins vegar hafa unnið kapphlaupið við tímann og miðað við orð hans á blaðamannafundi í gær var hann aldrei í vafa. „Ég hafði engar áhyggjur af að ég myndi ekki ná þessu. Þegar maður setur sér markmið þarf maður að gjöra svo vel að gera allt sem maður getur til að ná því. Ég er klár í leikinn og get ekki beðið eftir því að leiða liðið út á völlinn, þ.e. ef Heimir velur mig í liðið,“ sagði Aron Einar. Heimir er að vonum ánægður að hafa endurheimt fyrirliðann sinn.Hefur séð á liðinu í fjarveru Arons Einars „Ég ætla kannski ekki að segja að Aron sé ómetanlegur en hann er gríðarlega mikilvægur fyrir hópinn. Við höfum þurft að spila án hans í nokkurn tíma og mér finnst það hafa sést á liðinu. Hann er mikill leikstjórnandi og gefur liðinu mikið sjálfstraust,“ sagði Heimir. Á blaðamannafundinum í gær var Eyjamaðurinn spurður út í föst leikatriði þar sem Ísland ætti að hafa yfirhöndina gegn Argentínu, enda með talsvert hávaxnara lið.Leggja mikla vinnu í föst leikatriði „Við höfum gert vel í föstum leikatriðum og ætlum ekki að breyta því. Þetta er eitt af okkar einkennum. Við leggjum mikla vinnu í föst leikatriði og þau eru einn af okkar styrkleikum. Hæð breytir því ekki hvort við beitum þeim eða ekki,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segist vera búinn að velja byrjunarliðið fyrir leikinn í dag. Stærsta spurningin er hvort Heimir spilar með tvo hreinræktaða framherja eða fer sömu leið og á seinni stigum undankeppni HM og lætur Emil Hallfreðsson spila við hlið Arons Einars á miðjunni. Gylfi Þór Sigurðsson myndi þá leika fyrir framan þá og styðja við fremsta mann.Ætla upp úr riðlinum Mikið hefur verið gert úr þeirri staðreynd að Ísland er langfámennasta þjóðin sem hefur komist á HM. Þrátt fyrir það vottar ekki fyrir minnimáttarkennd hjá íslenska liðinu og Heimir setur stefnuna á 16-liða úrslit. „Íslenskur fótbolti stendur ekki og fellur með úrslitunum í næstu þremur leikjum. Við verðum að halda áfram og horfa fram á veginn. En markmiðið er að fara upp úr riðlinum og ef við gerum það skiljum við tvö góð lið eftir. Við ættum ekki að óttast neinn andstæðing eftir það. Þannig er hugarfar okkar þegar við komum inn í þetta mót,“ sagði Heimir.Markavélar í framlínunni hjá Argentínu Heimir Hallgrímsson segir að það verði ekki þverfótað fyrir góðum leikmönnum í argentínska hópnum. „Það fer svolítið í taugarnar á okkur þjálfurunum þegar eina spurningin er um Lionel Messi. Þetta eru leikmenn í bestu liðum heims sem við horfum á í hverri viku. Ef of mikil athygli fer á einn leikmann í liðinu er einhver annar sem getur refsað okkur. Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla leikmennina sem eru góðir í argentínska landsliðinu,“ sagði Heimir. Til að setja styrk argentínska hópsins í samhengi, þá eru innan hans markahæsti leikmaður Spánarmeistara Barcelona (Lionel Messi), Ítalíumeistara Juventus (Gonzalo Higuaín) og Englandsmeistara Manchester City (Sergio Agüero). Heimir segist líka meðvitaður um að besta frammistaða íslenska liðsins dygði kannski ekki til sigurs gegn því argentínska. „Íslendingar gætu átt leik líf síns og samt tapað fyrir frábæru liði eins og Argentínu. Það er raunveruleikinn,“ sagði Heimir. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Klukkan 13.00 flautar Pólverjinn Szymon Marciniak á stærsta leik íslenskrar knattspyrnusögu, allavega ef marka má orð Heimis Hallgrímssonar. Hvernig sem fer verður þetta alltaf söguleg stund, enda fyrsti leikur íslensks fótboltalandsliðs á heimsmeistaramóti. Mótherjarnir eru ekki af verri endanum; ein stærsta fótboltaþjóð heims og tvöfaldir heimsmeistarar Argentínu sem hafa innan sinna raða þann sem margir telja besta fótboltamann allra tíma, Lionel Messi. Og líkt og á EM 2016 mætir Ísland risaliði með risastjörnu innanborðs í fyrsta leik sínum. Í Frakklandi mætti Ísland Portúgal og náði í 1-1 jafntefli. Stærsta spurningarmerkið í aðdraganda leiksins, allavega hvað íslenska liðið varðar, var hvort Aron Einar Gunnarsson yrði klár í slaginn. Akureyringurinn virðist hins vegar hafa unnið kapphlaupið við tímann og miðað við orð hans á blaðamannafundi í gær var hann aldrei í vafa. „Ég hafði engar áhyggjur af að ég myndi ekki ná þessu. Þegar maður setur sér markmið þarf maður að gjöra svo vel að gera allt sem maður getur til að ná því. Ég er klár í leikinn og get ekki beðið eftir því að leiða liðið út á völlinn, þ.e. ef Heimir velur mig í liðið,“ sagði Aron Einar. Heimir er að vonum ánægður að hafa endurheimt fyrirliðann sinn.Hefur séð á liðinu í fjarveru Arons Einars „Ég ætla kannski ekki að segja að Aron sé ómetanlegur en hann er gríðarlega mikilvægur fyrir hópinn. Við höfum þurft að spila án hans í nokkurn tíma og mér finnst það hafa sést á liðinu. Hann er mikill leikstjórnandi og gefur liðinu mikið sjálfstraust,“ sagði Heimir. Á blaðamannafundinum í gær var Eyjamaðurinn spurður út í föst leikatriði þar sem Ísland ætti að hafa yfirhöndina gegn Argentínu, enda með talsvert hávaxnara lið.Leggja mikla vinnu í föst leikatriði „Við höfum gert vel í föstum leikatriðum og ætlum ekki að breyta því. Þetta er eitt af okkar einkennum. Við leggjum mikla vinnu í föst leikatriði og þau eru einn af okkar styrkleikum. Hæð breytir því ekki hvort við beitum þeim eða ekki,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segist vera búinn að velja byrjunarliðið fyrir leikinn í dag. Stærsta spurningin er hvort Heimir spilar með tvo hreinræktaða framherja eða fer sömu leið og á seinni stigum undankeppni HM og lætur Emil Hallfreðsson spila við hlið Arons Einars á miðjunni. Gylfi Þór Sigurðsson myndi þá leika fyrir framan þá og styðja við fremsta mann.Ætla upp úr riðlinum Mikið hefur verið gert úr þeirri staðreynd að Ísland er langfámennasta þjóðin sem hefur komist á HM. Þrátt fyrir það vottar ekki fyrir minnimáttarkennd hjá íslenska liðinu og Heimir setur stefnuna á 16-liða úrslit. „Íslenskur fótbolti stendur ekki og fellur með úrslitunum í næstu þremur leikjum. Við verðum að halda áfram og horfa fram á veginn. En markmiðið er að fara upp úr riðlinum og ef við gerum það skiljum við tvö góð lið eftir. Við ættum ekki að óttast neinn andstæðing eftir það. Þannig er hugarfar okkar þegar við komum inn í þetta mót,“ sagði Heimir.Markavélar í framlínunni hjá Argentínu Heimir Hallgrímsson segir að það verði ekki þverfótað fyrir góðum leikmönnum í argentínska hópnum. „Það fer svolítið í taugarnar á okkur þjálfurunum þegar eina spurningin er um Lionel Messi. Þetta eru leikmenn í bestu liðum heims sem við horfum á í hverri viku. Ef of mikil athygli fer á einn leikmann í liðinu er einhver annar sem getur refsað okkur. Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla leikmennina sem eru góðir í argentínska landsliðinu,“ sagði Heimir. Til að setja styrk argentínska hópsins í samhengi, þá eru innan hans markahæsti leikmaður Spánarmeistara Barcelona (Lionel Messi), Ítalíumeistara Juventus (Gonzalo Higuaín) og Englandsmeistara Manchester City (Sergio Agüero). Heimir segist líka meðvitaður um að besta frammistaða íslenska liðsins dygði kannski ekki til sigurs gegn því argentínska. „Íslendingar gætu átt leik líf síns og samt tapað fyrir frábæru liði eins og Argentínu. Það er raunveruleikinn,“ sagði Heimir.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira