Kristinn er kominn aftur til Íslands eftir að hafa þjálfað í Noregi undanfarin ár.
Kristinn hefur þjálfað ÍBV liðið áður en þeir Erlingur unnu saman út í Eyjum fyrir rúmum tíu árum.
Erlingur og Kristinn náðu líka frábærum árangri með HK-liðið vorið 2012 þegar þeir gerðu Kópvogsliðið óvænt að Íslandsmeisturum.
Erlingur Birgir Richardsson hafði áður tekið við liði ÍBV af Arnari Péturssyni sem gerði Eyjaliðið að þreföldum meisturum á síðasta tímabili.
ÍBV varð Íslandsmeistari, bikarmeistari, deildarmeistari síðasta vetur og komst alla leið í undanúrslit í Evrópukeppnini. Sögulegt tímabil hjá frábæru liði.
Samningurinn við Kristinn var ekki eini samningurinn sem Eyjamenn staðfestu í dag.
Fannar Þór Friðgeirsson skrifaði einnig undir samning við félagið en hann er á heimleið úr atvinnumennsku í Þýskalandi.
Fannar Þór er uppalinn á Hlíðarenda og var ungur orðinn lykilmaður í liði Vals. Árið 2010 hélt hann í atvinnumennsku til Þýskalands og lék m.a. með Wetzlar og Grosswallstadt. Undanfarin tvö ár hefur Fannar Þór leikið með Hamn-Westfalen. Samningur Fannars Þórs við ÍBV er til tveggja ára.