Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2018 10:00 Það er komið að hinum árlega Vorfagnaði SVFR og ekki seinna vænna enda löngu komið sumar. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um stangveiði ætla að koma saman við höfuðstöðvar félagsins að Rafstöðvarvegi 14, laugardaginn 9. júní frá kl. 13 – 16 og vera skemmtilega dagskrá að venju. Dagskráin er svohljóðandi: Kl. 13 – 16 – Snarkandi pylsur á grillinu og ískalt gos fyrir gesti (meðan birgðir endast). Kl. 14:00 – Kastsýning á túninu. Kl. 13 – 16 – Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum sýnir gönguseiði og verður með fræðslu um lífríki Elliðaánna. Kl. 15:00 – Gengið meðfram Elliðaánum í fylgd með reyndum leiðsögumönnum, farið verður yfir svæðið frá Ullarfossi og niður að sjó. Allir sem mæta í dalinn fá happdrættismiða. Dregið verður úr þeim miðum sem verða á staðnum. Í vinning eru Veiðikort og stangir í opnun Elliðaánna. Við hvetjum alla til að mæta með góða skapið og ekki væri verra ef allir gætu lagst á bæn og beðið um það blíðskaparveður sem við höfum verið blessuð með undanfarin þrjú ár. Mest lesið Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Melta söluskrána með hangikjötinu Veiði Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði
Það er komið að hinum árlega Vorfagnaði SVFR og ekki seinna vænna enda löngu komið sumar. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um stangveiði ætla að koma saman við höfuðstöðvar félagsins að Rafstöðvarvegi 14, laugardaginn 9. júní frá kl. 13 – 16 og vera skemmtilega dagskrá að venju. Dagskráin er svohljóðandi: Kl. 13 – 16 – Snarkandi pylsur á grillinu og ískalt gos fyrir gesti (meðan birgðir endast). Kl. 14:00 – Kastsýning á túninu. Kl. 13 – 16 – Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum sýnir gönguseiði og verður með fræðslu um lífríki Elliðaánna. Kl. 15:00 – Gengið meðfram Elliðaánum í fylgd með reyndum leiðsögumönnum, farið verður yfir svæðið frá Ullarfossi og niður að sjó. Allir sem mæta í dalinn fá happdrættismiða. Dregið verður úr þeim miðum sem verða á staðnum. Í vinning eru Veiðikort og stangir í opnun Elliðaánna. Við hvetjum alla til að mæta með góða skapið og ekki væri verra ef allir gætu lagst á bæn og beðið um það blíðskaparveður sem við höfum verið blessuð með undanfarin þrjú ár.
Mest lesið Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Melta söluskrána með hangikjötinu Veiði Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði