Ópera Sjón valin besta nýja ópera ársins í Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2018 10:10 Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns, Söngur steinasafnarans. Vísir/Getty Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondřej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018. Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns Söngur steinasafnarans og segir þar frá steinasafnara sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunaráráttan tekur af honum völdin og verður til þess að hann gleymir öllu öðru og fremur að lokum voðaverk sem hann berst svo við að gleyma. Í dómnefnd verðlaunanna sátu meðal annarra Nicholas Payne fyrrverandi óperustjóri Ensku þjóðaróperunnar og Konunglegu óperunnar í Covent Garden, Birgitta Svendén óperustjóri Konunglegu sænsku óperunnar og Christina Scheppelmann listrænn stjórnandi Liceu óperuhússins í Barselóna. Umsögn nefndarinnar um verðlaunaverkið er eftirfarandi:„Þessi frumlega ópera, samin af hinu unga tékkneska tónskáldi Ondřej Adamek og íslenska skáldinu Sjón, er boð í æsilegt ferðalag um menningarheima Argentínu, Íslands, Japans og Frakklands. Í þessu nútímalega óperuverki vaknar allt til lífsins í fordæmalausri upplifun sem tvinnar söng, talrödd og hvísl saman við mikilfenglegar hljóðfærasmíðarnar sem jafnframt skapa sviðsmyndina. SJÖ STEINAR er samtímaópera sem mun víkka út landamæri.“Óperan Sjö steinar var pöntuð af einni virtustu óperuhátíð heims, hátíðinni í Aix-en-Provence, og verður frumsýnd þar í borg þann 7. júlí næstkomandi. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur það til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það. Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondřej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018. Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns Söngur steinasafnarans og segir þar frá steinasafnara sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunaráráttan tekur af honum völdin og verður til þess að hann gleymir öllu öðru og fremur að lokum voðaverk sem hann berst svo við að gleyma. Í dómnefnd verðlaunanna sátu meðal annarra Nicholas Payne fyrrverandi óperustjóri Ensku þjóðaróperunnar og Konunglegu óperunnar í Covent Garden, Birgitta Svendén óperustjóri Konunglegu sænsku óperunnar og Christina Scheppelmann listrænn stjórnandi Liceu óperuhússins í Barselóna. Umsögn nefndarinnar um verðlaunaverkið er eftirfarandi:„Þessi frumlega ópera, samin af hinu unga tékkneska tónskáldi Ondřej Adamek og íslenska skáldinu Sjón, er boð í æsilegt ferðalag um menningarheima Argentínu, Íslands, Japans og Frakklands. Í þessu nútímalega óperuverki vaknar allt til lífsins í fordæmalausri upplifun sem tvinnar söng, talrödd og hvísl saman við mikilfenglegar hljóðfærasmíðarnar sem jafnframt skapa sviðsmyndina. SJÖ STEINAR er samtímaópera sem mun víkka út landamæri.“Óperan Sjö steinar var pöntuð af einni virtustu óperuhátíð heims, hátíðinni í Aix-en-Provence, og verður frumsýnd þar í borg þann 7. júlí næstkomandi. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur það til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það.
Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira