Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2018 10:00 18 punda lax úr Blöndu á opnunardaginn Mynd: Árni Baldursson Opnunarhollið í Blöndu hefur lokið veiðum og þrátt fyrir mikið og litað vatn var veiðin alveg ágæt. Það hefði líklega veiðst meira ef skilyrðin hefðu verið betri en lokatalan eftir tvo og hálfan dag er tuttugu og þrír laxar sem er fín opnun. Það hefði alveg örugglega veiðst meira ef aðstæður hefðu verið betri en mikið vatn og nokkur litur gerði þetta mjög krefjandi. Þrátt fyrir að skilyrðin hafi verið eins og þau voru þá voru nokkrir laxar teknir á flugu. Vatnið fer vonandi að sjatna og liturinn að minnka en þá fara fleiri laxar að stökkva á fluguna. Efri svæðin opna síðan seinna í júní og það verður spennandi að sjá hvort það sé ekki komið eitthvað af laxi á þau svæði. Stærsti laxinn í hollinu var 18 punda lax sem Árni Baldursson náði á Breiðunni en allir laxarnir sem komu á land í hollinu voru tveggja ára laxar. Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Opnunarhollið í Blöndu hefur lokið veiðum og þrátt fyrir mikið og litað vatn var veiðin alveg ágæt. Það hefði líklega veiðst meira ef skilyrðin hefðu verið betri en lokatalan eftir tvo og hálfan dag er tuttugu og þrír laxar sem er fín opnun. Það hefði alveg örugglega veiðst meira ef aðstæður hefðu verið betri en mikið vatn og nokkur litur gerði þetta mjög krefjandi. Þrátt fyrir að skilyrðin hafi verið eins og þau voru þá voru nokkrir laxar teknir á flugu. Vatnið fer vonandi að sjatna og liturinn að minnka en þá fara fleiri laxar að stökkva á fluguna. Efri svæðin opna síðan seinna í júní og það verður spennandi að sjá hvort það sé ekki komið eitthvað af laxi á þau svæði. Stærsti laxinn í hollinu var 18 punda lax sem Árni Baldursson náði á Breiðunni en allir laxarnir sem komu á land í hollinu voru tveggja ára laxar.
Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði