"Ég hélt á syni mínum í örmum mér“ Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2018 16:52 Marcio og Andreia Gomes minntust sonar síns sem var andvana fæddur eftir Grenfell brunann. Vísir/EPA „Ég hélt á syni mínum í örmum mér, óskaði, bað þess að myndi opna augun, hreyfði sig, gæfi frá sér hljóð“ sagði Marcio Gomes, faðir Logan Gomes sem var andvana fæddur eftir eldsvoðann í Grenfell turninum í London í júní 2017. Eiginkona Marcio, Andreia, sem sat við hlið hans var enn í dái þegar sonur þeirra fæddist. The Guardian greinir frá atburðum dagsins. Svona hófst vitnisburður fórnarlamba Grenfell eldsvoðans í rannsókn sem hófst í dag. BBC greinir frá því að aðstandendur allra þeirra 72 sem létu lífið eftir harmleikinn fái tækifæri til að minnast ástvina sinna á meðan að á rannsókninni stendur. Rannsóknin hófst í dag á 72 sekúndna þögn til minningar um þá sem fórust. Fjöldi fólks lagði leið sína í sal Millenium Gloucester hótelsins í Kensington hverfi Lundúna, einungis fjórum kílómetrum frá Grenfell turninum. Gomes fjölskyldan lýsti því hvernig allt hafi verið tilbúið fyrir komu Logan í heiminn en fjölskyldan átti von á honum tveimur mánuðum eftir eldsvoðann. Fimm annara var minnst á þessum fyrsta degi rannsókna, sem stýrt er af fyrrum dómaranum Martin Moore-Bick. Fjölskyldu Mohamed Neda, bílstjóra sem bjó á efstu hæð turnsins, spilaði skilaboð sem Neda skildi eftir á símsvara: „Bless, við erum að yfirgefa þennan heim, bless. Ég vona að ég hafi ekki valdið ykkur vonbrigðum. Bless.“ Sonur Mohamed Neda, Fahad, sem komst lífs af, sagði sögu föður síns, en hann var flóttamaður sem flúði Afghanistan undan Talibönum og settist að í Grenfell turninum árið 1999. Systir Denis Murphy, Ann-Marie Murphy talaði um ástríðu bróður síns fyrir knattspyrnu og fór fögrum orðum um góðmennsku bróður síns. Fjölskylda mæðgnanna Khadiju Saye og Mary Mendy sagði frá sorg sinni og sagði að tvö sæti yrðu alltaf tóm í hverju afmæli, um hver einustu jól og að þær ættu alltaf stað í hjarta þeirra. Einnig minntist Sam Daniels föður síns Joseph Daniels stuttlega. Yfirlögfræðingur rannsóknarinnar, Richard Millett sagði í opnunarræðu sinni að Grenfell, væri stærsti harmleikur sem Bretlands hefði þurft að þola frá lokum seinni heimstyrjaldar. Ennfremur sagði Millett að það væri viðeigandi að fyrstu dagar rannsóknarinnar væru tileinkaðir þeim sem létu lífið. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
„Ég hélt á syni mínum í örmum mér, óskaði, bað þess að myndi opna augun, hreyfði sig, gæfi frá sér hljóð“ sagði Marcio Gomes, faðir Logan Gomes sem var andvana fæddur eftir eldsvoðann í Grenfell turninum í London í júní 2017. Eiginkona Marcio, Andreia, sem sat við hlið hans var enn í dái þegar sonur þeirra fæddist. The Guardian greinir frá atburðum dagsins. Svona hófst vitnisburður fórnarlamba Grenfell eldsvoðans í rannsókn sem hófst í dag. BBC greinir frá því að aðstandendur allra þeirra 72 sem létu lífið eftir harmleikinn fái tækifæri til að minnast ástvina sinna á meðan að á rannsókninni stendur. Rannsóknin hófst í dag á 72 sekúndna þögn til minningar um þá sem fórust. Fjöldi fólks lagði leið sína í sal Millenium Gloucester hótelsins í Kensington hverfi Lundúna, einungis fjórum kílómetrum frá Grenfell turninum. Gomes fjölskyldan lýsti því hvernig allt hafi verið tilbúið fyrir komu Logan í heiminn en fjölskyldan átti von á honum tveimur mánuðum eftir eldsvoðann. Fimm annara var minnst á þessum fyrsta degi rannsókna, sem stýrt er af fyrrum dómaranum Martin Moore-Bick. Fjölskyldu Mohamed Neda, bílstjóra sem bjó á efstu hæð turnsins, spilaði skilaboð sem Neda skildi eftir á símsvara: „Bless, við erum að yfirgefa þennan heim, bless. Ég vona að ég hafi ekki valdið ykkur vonbrigðum. Bless.“ Sonur Mohamed Neda, Fahad, sem komst lífs af, sagði sögu föður síns, en hann var flóttamaður sem flúði Afghanistan undan Talibönum og settist að í Grenfell turninum árið 1999. Systir Denis Murphy, Ann-Marie Murphy talaði um ástríðu bróður síns fyrir knattspyrnu og fór fögrum orðum um góðmennsku bróður síns. Fjölskylda mæðgnanna Khadiju Saye og Mary Mendy sagði frá sorg sinni og sagði að tvö sæti yrðu alltaf tóm í hverju afmæli, um hver einustu jól og að þær ættu alltaf stað í hjarta þeirra. Einnig minntist Sam Daniels föður síns Joseph Daniels stuttlega. Yfirlögfræðingur rannsóknarinnar, Richard Millett sagði í opnunarræðu sinni að Grenfell, væri stærsti harmleikur sem Bretlands hefði þurft að þola frá lokum seinni heimstyrjaldar. Ennfremur sagði Millett að það væri viðeigandi að fyrstu dagar rannsóknarinnar væru tileinkaðir þeim sem létu lífið.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30
Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24
Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54