Fótbolti

Kristján Flóki og félagar úr botnsætinu í Noregi

Einar Sigurvinsson skrifar
Kristján Flóki Finnbogason í leik með FH síðasta sumar.
Kristján Flóki Finnbogason í leik með FH síðasta sumar. Vísir/Stefán
Þrír Íslendingar komu við sögu í norsku úrvalsdeildinni í dag, en sjö leikjum er lokið í 11. umferð deildarinnar.

HM-farinn, Samúel Kári Friðjónsson, byrjaði inni á miðjunni hjá Vålerenga þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Tromsø. Samúel var tekinn af velli eftir 70. mínútna leik.

Vålerenga er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig. Einu stigi meira en Tromsø sem situr í 7. sætinu.

Start vann 1-0 sigur á Bodø/Glimt. Eina mark leiksins skoraði Espen Børufsen á 7. mínútu. Kristján Flóki Finnbogason lék allan leikinn í liði Start en Aron Sigurðarson ónotaður varamaður hjá Bodø/Glimt.

Með sigrinum fór Start úr 16. og neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í 15. sætið með sjö stig. Bodø/Glimt er í 14. sæti með níu stig.

Emil Pálsson var í byrjunarliði Sandefjord  sem tapaði fyrir Sarpsburg, 1-0. Hann fór af velli á 64. mínútu. Útlitið er ekki gott hjá Sandefjord sem situr í 16. og neðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir 11 umferðir. Sarpsborg er í 4. sæti.

Einum leik er enn ólokið í norsku úrvalsdeildinni þar sem Lillestrøm tekur á móti toppliði Brann.

Úrslit dagsins í Noregi:

Haugesund - Rosenborg  1-2

Start - Bodø/Glimt  1-0

Kristiansund  - Strømsgodset  4-0

Ranheim - Molde  3-1

Sandefjord - Sarpsborg  0-1

Stabæk - Odd  2-1

Tromsø - Vålerenga  3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×