Ólíklegt að Aron Rafn verði áfram í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 14:00 Aron Rafn Eðvarðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. vísir/andri marinó Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni