Þúsundum sagt upp hjá Deutsche Bank Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2018 07:21 Höfuðstöðvar Deutsche Bank eru í Frankfurt í Þýskalandi. VísirAP Gert er ráð fyrir því að hinn þýski Deutsche Bank muni segja upp meira en 7000 starfsmönnum á næstu mánuðum. Á blaðamannafundi í morgun kynntu stjórnendur bankans umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við taprekstri síðustu þriggja ára. Uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári. Deutsche Bank tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir. Framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, var sagt upp í síðasta mánuði vegna taprekstursins. Fleirum en honum verður þó sparkað ef marka má yfirlýsingar Deutsche Bank í morgun. Þar kom til að mynda fram að starfsmönnum bankans, sem nú eru 97 þúsund talsins, verði orðnir „töluvert færri“ en 90 þúsund áður en yfir lýkur. Uppsagnirnar munu ná til allra útibúa bankans en bankinn hefur ekki viljað gefa upp nákvæma útlistun. Talið er að fjárfestinga- og fyrirtækjasvið bankans muni taka mestum stakkaskiptum eftir fyrirhugaða endurskipulagningu. Ætlunin sé að minnka umfang Deutsche Bank svo að hann geti einbeitt sér að því „sem hann gerir best.“ Markaðir í Þýskalandi hafa tekið ágætlega í fregnir af endurskipulagningunni. Það sem af er degi hefur hlutabréfaverð Deutsche Bank í Frankfurt hækkað um næstum hálft prósentustig. Tengdar fréttir Toppi Deutsche Bank sparkað Deutcshe Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. 9. apríl 2018 06:03 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að hinn þýski Deutsche Bank muni segja upp meira en 7000 starfsmönnum á næstu mánuðum. Á blaðamannafundi í morgun kynntu stjórnendur bankans umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við taprekstri síðustu þriggja ára. Uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári. Deutsche Bank tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir. Framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, var sagt upp í síðasta mánuði vegna taprekstursins. Fleirum en honum verður þó sparkað ef marka má yfirlýsingar Deutsche Bank í morgun. Þar kom til að mynda fram að starfsmönnum bankans, sem nú eru 97 þúsund talsins, verði orðnir „töluvert færri“ en 90 þúsund áður en yfir lýkur. Uppsagnirnar munu ná til allra útibúa bankans en bankinn hefur ekki viljað gefa upp nákvæma útlistun. Talið er að fjárfestinga- og fyrirtækjasvið bankans muni taka mestum stakkaskiptum eftir fyrirhugaða endurskipulagningu. Ætlunin sé að minnka umfang Deutsche Bank svo að hann geti einbeitt sér að því „sem hann gerir best.“ Markaðir í Þýskalandi hafa tekið ágætlega í fregnir af endurskipulagningunni. Það sem af er degi hefur hlutabréfaverð Deutsche Bank í Frankfurt hækkað um næstum hálft prósentustig.
Tengdar fréttir Toppi Deutsche Bank sparkað Deutcshe Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. 9. apríl 2018 06:03 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Toppi Deutsche Bank sparkað Deutcshe Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. 9. apríl 2018 06:03