Um átta þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar Starbucks munu loka í klukkutíma síðar í dag svo starfsmenn fyrirtækisins geti sótt námskeið í samskiptum kynþátta.
Um 175 þúsund starfsmenn fyrirtækisins munu sitja námskeið í því hvernig koma eigi fram við fólk af mismunandi kynþáttum. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir kynþáttamismunun á kaffihúsum keðjunnar.
Námskeiðið er hluti af viðbrögðum stjórnenda Starbucks eftir að tveir þeldökkir karlmenn voru handteknir áStarbucks kaffihúsi í Philadelphiu í síðustu mánuði.
Mennirnir voru að bíða eftir vini sínum en starfsmenn kaffihússins hringdu á lögreglu til þess að láta vísa þeim út af staðnum.
