Hugsum upp á nýtt Benedikt Bóas skrifar 10. maí 2018 14:45 Gísli Marteinn Baldursson, er einn af þeim sem ég elska að hlusta á tala um Eurovision. Hann gerir gott sjónvarp enn betra. Það er nefnilega erfitt að gera gott sjónvarp. Það vita þeir sem hafa reynt. Spyrjið bara þá sem gera Fyrir Ísland á Stöð 2. Gísli er ljósið í myrkrinu í þessari eyðimerkurgöngu okkar í keppninni. Eins og flestir vita höfum við verið staddir í kjallaranum alltof lengi og ekki farið áfram undanfarin ár. Ef þetta væri sett í samhengi við íþróttir væri væntanlega krísufundur hjá RÚV. Það er mikið í keppnina lagt en árangurinn er ekki eftir væntingum. Er ekki kominn tími á að nýtt fólk bak við tjöldin fái að spreyta sig? Ég hef verið á einni keppni og það er margt sem við getum gert betur. Ísland byrjaði ekki að geta neitt í fótbolta fyrr en það kom Svíi inn í þjálfunarteymið. Má ekki fara að endurhugsa þetta Eurovision og fá Svía til að semja lag. Þá þarf reyndar að breyta lögunum því útlendingar eru bannaðir frá íslensku undankeppninni. Þeir mega bara vera meðhöfundar. Það verður líka að syngja lagið fyrst á íslensku, sem er algerlega galin staðreynd. Að setja listamönnum skorður er ekki ávísun á árangur. Breytum þessum tveimur litlu atriðum til dæmis og þá erum við að dansa á laugardögum. Ekki bara á þriðjudögum eins og undanfarin ár. Íslendingar eru kappsamir og vilja ná langt í öllu því sem þeir taka sér fyrir hendur. Líka í Eurovision. Við erum stolt af því að eiga fyrsta kvenforsetann og bestu stuðningsmenn í heimi. Mig langar að bæta við. Besta Eurovision lagið. Hugsum íslenska Eurovision upp á nýtt og tökum þetta á næsta stig. Við eigum það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun
Gísli Marteinn Baldursson, er einn af þeim sem ég elska að hlusta á tala um Eurovision. Hann gerir gott sjónvarp enn betra. Það er nefnilega erfitt að gera gott sjónvarp. Það vita þeir sem hafa reynt. Spyrjið bara þá sem gera Fyrir Ísland á Stöð 2. Gísli er ljósið í myrkrinu í þessari eyðimerkurgöngu okkar í keppninni. Eins og flestir vita höfum við verið staddir í kjallaranum alltof lengi og ekki farið áfram undanfarin ár. Ef þetta væri sett í samhengi við íþróttir væri væntanlega krísufundur hjá RÚV. Það er mikið í keppnina lagt en árangurinn er ekki eftir væntingum. Er ekki kominn tími á að nýtt fólk bak við tjöldin fái að spreyta sig? Ég hef verið á einni keppni og það er margt sem við getum gert betur. Ísland byrjaði ekki að geta neitt í fótbolta fyrr en það kom Svíi inn í þjálfunarteymið. Má ekki fara að endurhugsa þetta Eurovision og fá Svía til að semja lag. Þá þarf reyndar að breyta lögunum því útlendingar eru bannaðir frá íslensku undankeppninni. Þeir mega bara vera meðhöfundar. Það verður líka að syngja lagið fyrst á íslensku, sem er algerlega galin staðreynd. Að setja listamönnum skorður er ekki ávísun á árangur. Breytum þessum tveimur litlu atriðum til dæmis og þá erum við að dansa á laugardögum. Ekki bara á þriðjudögum eins og undanfarin ár. Íslendingar eru kappsamir og vilja ná langt í öllu því sem þeir taka sér fyrir hendur. Líka í Eurovision. Við erum stolt af því að eiga fyrsta kvenforsetann og bestu stuðningsmenn í heimi. Mig langar að bæta við. Besta Eurovision lagið. Hugsum íslenska Eurovision upp á nýtt og tökum þetta á næsta stig. Við eigum það skilið.