FH tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Selfossi, en liðin mættust í oddleik í gær.
Því fögnuðu FH-ingar eðlilega vel en myndband af leikmönnum liðsins fagna undir laginu fræga má sjá hér fyrir neðan.
Þess má geta að Will Grigg er búinn að skora 26 mörk á tímabilinu fyrir Wigan, sem leikur í þriðju efstu deild Englands. Hann er því vissulega enn sjóðheitur.