Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Karl Lúðvíksson skrifar 13. maí 2018 09:46 Samstarf Veiða.is og Norðurár hefur verið með miklum ágætum undanfarin ár. Á vef veiða.is hefur verið hægt að nálgast veiðileyfi í bæði Norðurá I og Norðurá II. Nú hafa þessir aðilar ákveðið að auka samstarfið enn frekar. Breytingin mun fyrst og fremst þýða að þeim sem eru í veiðiklúbbi veiða.is, þ.e. skráðir á póstlista vefsins, mun bjóðast afsláttur af fáeinum hollum í Norðurá I og Norðurá II, fyrir komandi veiðitímabil. Fjöldi veiðimanna eru þegar skráðir í Veiðiklúbbinn í gegnum póstlistann, en fyrir þá sem eru það ekki, þá er einfalt að gera það inni á vefnum. – Afsláttarkjör verða kynnt fyrir veiðiklúbbsfélögum á komandi dögum.Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins. Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II. Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði. Veiðimenn sem veiða Norðurá I dvelja í veiðihúsinu Rjúpnahæð, í fullu fæði og þjónustu. Á veiðisvæðinu Norðurá II, er veitt með 3 stöngum og deila veiðimenn veiðihúsinu í Skógarnefi, í sjálfsmennsku. Veiða.is er ekki beinn leigutaki neins veiðisvæðis, heldur er vefurinn í samstarfi við fjölmörg veiðifélög og leigutaka. Mest lesið Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði
Samstarf Veiða.is og Norðurár hefur verið með miklum ágætum undanfarin ár. Á vef veiða.is hefur verið hægt að nálgast veiðileyfi í bæði Norðurá I og Norðurá II. Nú hafa þessir aðilar ákveðið að auka samstarfið enn frekar. Breytingin mun fyrst og fremst þýða að þeim sem eru í veiðiklúbbi veiða.is, þ.e. skráðir á póstlista vefsins, mun bjóðast afsláttur af fáeinum hollum í Norðurá I og Norðurá II, fyrir komandi veiðitímabil. Fjöldi veiðimanna eru þegar skráðir í Veiðiklúbbinn í gegnum póstlistann, en fyrir þá sem eru það ekki, þá er einfalt að gera það inni á vefnum. – Afsláttarkjör verða kynnt fyrir veiðiklúbbsfélögum á komandi dögum.Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins. Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II. Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði. Veiðimenn sem veiða Norðurá I dvelja í veiðihúsinu Rjúpnahæð, í fullu fæði og þjónustu. Á veiðisvæðinu Norðurá II, er veitt með 3 stöngum og deila veiðimenn veiðihúsinu í Skógarnefi, í sjálfsmennsku. Veiða.is er ekki beinn leigutaki neins veiðisvæðis, heldur er vefurinn í samstarfi við fjölmörg veiðifélög og leigutaka.
Mest lesið Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði