Loksins tekur Elliðavatn við sér Karl Lúðviksson skrifar 16. maí 2018 11:00 Mynd: Atli Bergman Það hefur verið með eindæmum kalt þessa sumarbyrjun og vatnaveiðin aldrei komist í gang en það er vonandi að breytast. Fréttir úr vötnunum á suður og vesturlandi hafa verið heldur rýrar upp á síðkastið nema þá helst af urriðaslóðum á Þingvöllum en þar hefur veiðin yfirleitt verið ágæt. Síðan eru loksins að heyrast veiðitölur úr Elliðavatni en síðustu kvöld hafa gefið ágæta veiði hjá þeim sem nenna að standa vaktina til miðnættis. Það er nefnilega best að veiða urriðann sem nú ræður í vatninu annað hvort fyrst á morgnana eða seint á kvöldin. Við erum ekki að tala um neina mokveiði en 3-5 fiskar á duglega veiðimenn er ekki óalgengt og það sem meira er að þetta er fallegur 2-3 punda urriði í flestum tilfellum og inn á milli eru þeir stærri. Við höfum þegar frétt af alla vega tveimur rígvænum sem veiddust Heiðmerkurmegin í gær og í fyrradag en það voru fiskar um 5-6 pund sem báðir tóku litlar Black Ghost hjá sama veiðimanninum og mjög seint um kvöldið. Mest lesið Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Söluskrá SVFR komin út Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Bleikjan kemur með bruminu á birkinu Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði
Það hefur verið með eindæmum kalt þessa sumarbyrjun og vatnaveiðin aldrei komist í gang en það er vonandi að breytast. Fréttir úr vötnunum á suður og vesturlandi hafa verið heldur rýrar upp á síðkastið nema þá helst af urriðaslóðum á Þingvöllum en þar hefur veiðin yfirleitt verið ágæt. Síðan eru loksins að heyrast veiðitölur úr Elliðavatni en síðustu kvöld hafa gefið ágæta veiði hjá þeim sem nenna að standa vaktina til miðnættis. Það er nefnilega best að veiða urriðann sem nú ræður í vatninu annað hvort fyrst á morgnana eða seint á kvöldin. Við erum ekki að tala um neina mokveiði en 3-5 fiskar á duglega veiðimenn er ekki óalgengt og það sem meira er að þetta er fallegur 2-3 punda urriði í flestum tilfellum og inn á milli eru þeir stærri. Við höfum þegar frétt af alla vega tveimur rígvænum sem veiddust Heiðmerkurmegin í gær og í fyrradag en það voru fiskar um 5-6 pund sem báðir tóku litlar Black Ghost hjá sama veiðimanninum og mjög seint um kvöldið.
Mest lesið Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Söluskrá SVFR komin út Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Bleikjan kemur með bruminu á birkinu Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði