Guðmundur: „Barein spurði hvort ég gæti þjálfað bæði liðin á HM“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2018 16:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni