Páfagarður vill hertar reglur um „siðlaust“ fjármálakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 11:34 Frans páfi hefur þótt frjálslyndari í sumum efnum en forverar hans. Páfagarður hefur nú gefið út yfirlýsingu sem virðist beint að afregluvæðingu fjármálakerfis heimsins. Vísir/AFP Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims. Mest lesið Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims.
Mest lesið Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira