Handbolti

Andri Heimir dæmdur í eins leiks bann

Dagur Lárusson skrifar
Umrætt atvik.
Umrætt atvik. Vísir/Skjáskot
Andri Heimir Friðriksson, leikmaður ÍBV, hefur verið dæmdur í eins leiks bann eftir umtalað brot á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni en Aganefnd HSí hefur greint frá þessu.

 

Brotið átti sér stað í fyrri hálfleiknum í þriðja leik ÍBV og FH í úrslitum Íslandsmótsins en Gísli Þorgeir skutlaði sér á eftir boltanum sem var rétt um miðjan völlinn og skutlaði Andri sér einnig en lennti á hnakkanum á Gísla sem gerði það að verkum að Gísli skall með höfuðið í gólfið.

 

Mikið hefur verið rætt um málin eftir leikinn og vildu flestir FH-ingar að Andri yrði dæmdur í bann á meðan Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, taldi brotið hafa verið óviljaverk.

 

Bannið tekur gildi strax í dag og því verður Andri Heimir ekki með ÍBV gegn FH í fjórða leik liðanna þar sem ÍBV getur tryggt sér titilinn.

 


Tengdar fréttir

Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla

Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×