Fyrstu laxarnir mættir í árnar Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2018 14:07 Laxveiðin hefst í byrjun júní og það er mikil spenna sem fylgir hverri opnun þegar það þá kemur í ljós hvort laxinn sé mættur í árnar. Það hefur nú þegar kvisast út orðrómur og fréttir þess efnis að laxar hafi sést í Laxá í Kjós og í Leirá. Það er ekkert óvenjulegt að lax sjáist í Kjósinni um þetta leiti þó þetta sé heldur snemma í maí en þarf ekki að vera neitt óvenjulegt. Bubbi Morthens Kjósarbúi með meiru er duglegur að skima í ánni á þessum tíma til að sjá fyrstu laxana og það var ekkert öðruvísi á þessu ári en fyrsti laxinn bar við augu Bubba einhvers staðar neðan við Kvíslafoss. Það er svo spurning hvort að þetta verði eins og í fyrra þar sem göngurnar voru mjög snemma á ferðinni á vesturlandi og að sama skapi liggur spurningin í loftinu með hvernig heimtur verði úr hafi? Mælingar sýndu fram á góðann og heilbrigðan seiðabúskap í þeim seiðum sem fóru til sjávar í fyrra og hafi hafið tekið vel á móti þeim getum við vonandi átt von á sterkum göngum í sumar. Mest lesið Söluskrá SVFR komin út Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Bleikjan kemur með bruminu á birkinu Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði
Laxveiðin hefst í byrjun júní og það er mikil spenna sem fylgir hverri opnun þegar það þá kemur í ljós hvort laxinn sé mættur í árnar. Það hefur nú þegar kvisast út orðrómur og fréttir þess efnis að laxar hafi sést í Laxá í Kjós og í Leirá. Það er ekkert óvenjulegt að lax sjáist í Kjósinni um þetta leiti þó þetta sé heldur snemma í maí en þarf ekki að vera neitt óvenjulegt. Bubbi Morthens Kjósarbúi með meiru er duglegur að skima í ánni á þessum tíma til að sjá fyrstu laxana og það var ekkert öðruvísi á þessu ári en fyrsti laxinn bar við augu Bubba einhvers staðar neðan við Kvíslafoss. Það er svo spurning hvort að þetta verði eins og í fyrra þar sem göngurnar voru mjög snemma á ferðinni á vesturlandi og að sama skapi liggur spurningin í loftinu með hvernig heimtur verði úr hafi? Mælingar sýndu fram á góðann og heilbrigðan seiðabúskap í þeim seiðum sem fóru til sjávar í fyrra og hafi hafið tekið vel á móti þeim getum við vonandi átt von á sterkum göngum í sumar.
Mest lesið Söluskrá SVFR komin út Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Bleikjan kemur með bruminu á birkinu Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði