Adam Lallana og Sadio Mane eru í leikmannahóp Liverpool sem mætir Roma í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
Lallana snéri aftur eftir langvinn meiðsli í leik Liverpool og Crystal Palace í apríl en fékk högg í þeim leik sem setti hann aftur á sjúkralistann.
Mane sást fyrir utan sjúkrahús í Liverpool á fimmtudag eftir að hafa meiðst í fyrri leik Liverpool og Roma í síðustu viku. Jurgen Klopp sagði meiðsli Mane ekki vera alvarleg og er hann í leikmannahópnum eftir að hafa hvílt í leiknum gegn Stoke um helgina.
Liverpool er með 5-2 forystu fyrir seinni leikinn og á góða möguleika á að komast í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í áratug.
Lallana og Mane í hópnum gegn Roma

Tengdar fréttir

Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum
Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af.