Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2018 11:44 Nú er vatnaveiðin hafin um allt land og rétt tæpur mánuður í að laxveiðiárnar opni hver af annari svo það er fínn tími núna fyrir veiðimenn að hittast og fagna sumarkomu. SVFR býður veiðimönnum til fagnaðar í Opnu húsi á föstudagskvöld við Rafstöðvarveg 14 á föstudagskvöld 4. maí og eins og venja er verður mikið að gerast á þessu kvöldi. Sem fyrr verður dregið í Happahylnum og er mikið af glæsilegum vinningum í honum. Nýkjörinn formaður félagsins Jón Þór Ólason heldur stutta tölu og fer yfir sína fimm uppáhaldsveiðistaði. Anna Þórunn Reynis, formaður Kvennanefndar, segir frá starfi nefndarinnar og veiðiferð sem heill hellingur af vöskum veiðikonum fóru í til Skotlands um helgina. Veiðistaðalýsingar verða á Varmá og Eldvatnsbotnum en bæði svæðin eru með vinsælli sjóbirtingsveiðisvæðum félagsins. Allir áhugamenn um veiði eru velkomnir en húsið opnar klukkan 19:00 Mest lesið Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði
Nú er vatnaveiðin hafin um allt land og rétt tæpur mánuður í að laxveiðiárnar opni hver af annari svo það er fínn tími núna fyrir veiðimenn að hittast og fagna sumarkomu. SVFR býður veiðimönnum til fagnaðar í Opnu húsi á föstudagskvöld við Rafstöðvarveg 14 á föstudagskvöld 4. maí og eins og venja er verður mikið að gerast á þessu kvöldi. Sem fyrr verður dregið í Happahylnum og er mikið af glæsilegum vinningum í honum. Nýkjörinn formaður félagsins Jón Þór Ólason heldur stutta tölu og fer yfir sína fimm uppáhaldsveiðistaði. Anna Þórunn Reynis, formaður Kvennanefndar, segir frá starfi nefndarinnar og veiðiferð sem heill hellingur af vöskum veiðikonum fóru í til Skotlands um helgina. Veiðistaðalýsingar verða á Varmá og Eldvatnsbotnum en bæði svæðin eru með vinsælli sjóbirtingsveiðisvæðum félagsins. Allir áhugamenn um veiði eru velkomnir en húsið opnar klukkan 19:00
Mest lesið Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði