Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2018 13:49 Þrátt fyrir að veðurfarið sé ekki eins og veiðimenn kjósa þá sitja margir og skoða hvað er í boði í veiðinni í sumar. Það sem hefur alltaf verið vinsælt eru leyfin í vatnasvæðin og í árnar þar sem menn greiða ekki fyrir hús eða þjónustu heldur sjá um sig sjálfir. Oft eru þetta litlir vinahópar sem vilja hafa svæðin út af fyrir sig og það er mest eftirspurn í veiðisvæði þar sem er veitt á tvær til fjórar stangir og í þeim flokki er nokkuð mikið úrval. VIð ætlum í þessum mánuði að skoða framboð hjá veiðileyfasölum og sjá hvað er í boði. Staðan er að vísu þannig að vinsælustu svæðin eru svo gott sem uppseld en það má engu að síður víða finna lausa daga á góðu verði á tíma þar sem veiðivon er jafnan góð. Vefurinn www.veida.is er með daga á svæðum sem falla vel inní 2-4 stanga leitarflokkinn að þessu sinni og má þar nefna t.d. Fáksrúð í Dölum, Gljúfurá í Húnaþingi, Laugardalsá, Straumana, Vatnsá og Þverá í Fljótshlíð. Það er meira í boði inná vefnum sem vert er að skoða en vefurinn sem slíkur er ekki leigutaki að neinu svæði heldur endursöluaðili og það auðveldar svolítið málin þegar verið er að leita af leyfum að finna gott úrval á einum stað. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði
Þrátt fyrir að veðurfarið sé ekki eins og veiðimenn kjósa þá sitja margir og skoða hvað er í boði í veiðinni í sumar. Það sem hefur alltaf verið vinsælt eru leyfin í vatnasvæðin og í árnar þar sem menn greiða ekki fyrir hús eða þjónustu heldur sjá um sig sjálfir. Oft eru þetta litlir vinahópar sem vilja hafa svæðin út af fyrir sig og það er mest eftirspurn í veiðisvæði þar sem er veitt á tvær til fjórar stangir og í þeim flokki er nokkuð mikið úrval. VIð ætlum í þessum mánuði að skoða framboð hjá veiðileyfasölum og sjá hvað er í boði. Staðan er að vísu þannig að vinsælustu svæðin eru svo gott sem uppseld en það má engu að síður víða finna lausa daga á góðu verði á tíma þar sem veiðivon er jafnan góð. Vefurinn www.veida.is er með daga á svæðum sem falla vel inní 2-4 stanga leitarflokkinn að þessu sinni og má þar nefna t.d. Fáksrúð í Dölum, Gljúfurá í Húnaþingi, Laugardalsá, Straumana, Vatnsá og Þverá í Fljótshlíð. Það er meira í boði inná vefnum sem vert er að skoða en vefurinn sem slíkur er ekki leigutaki að neinu svæði heldur endursöluaðili og það auðveldar svolítið málin þegar verið er að leita af leyfum að finna gott úrval á einum stað.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði