Kári Kristján tók „Eina“ á Gaupa í viðtali eftir sigurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 13:30 Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var góður í endurkomusigrinum, 25-22, á móti Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvíginu og geta sópað Haukum í sumarfrí á laugardaginn en útlitið var ekki gott í hálfleik þar sem að Haukarnir voru 15-9 yfir. „Þetta var göngubolti hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég náði að stíga þá út vel fyrsta korterið en svo loka þeir á mig og Bjöggi er að verja vel. Þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik þar sem að við vorum frekar hægir og pínu þreyttir eftir þetta Evrópufjör,“ sagði Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn.Skemmti mér vel í kvöld. Gaman að vinna með góðu fólki. Frábær umgjörð hjá Haukum. Það er í raun forréttindi fyrir mig að lýsa þessari íþrótt. Handboltinn Olís deildin hefur náð nýjum hæðum hér heima. Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 3, 2018 Gaupi á líklega frægasta Twitter-frasa Íslands eða frægasta orðið. Hann endar öll tíst sín á orðinu „Eina“ sem margir hafa spurt sig hvað þýðir. Kári Kristján er húmoristi mikill og nýtti tækifærið til að nota þetta orð í viðtalinu. „Við vorum frábærir í seinni hálfleik. Andri Heimir var frábær. Dagur kemur inn á og stjórnar sóknarleiknum síðasta korterið. Hann var frábær. Aron Rafn var frábær. Eina,“ sagði Kári en kom Gaupa ekki úr jafnvægi. Línumaður öflugi hlakkar mikið til laugardagsins en Eyjaliðið er líklegt til að vinna þrennuna þar sem að það er einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Ég verð að viðurkenna að það er drullulangt síðan að mér fannst þetta svona ógeðslega gaman. Það verður pakkfullt í Vestmannaeyjum klukkan fimm á laugardaginn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Viðtalið má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45 Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var góður í endurkomusigrinum, 25-22, á móti Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvíginu og geta sópað Haukum í sumarfrí á laugardaginn en útlitið var ekki gott í hálfleik þar sem að Haukarnir voru 15-9 yfir. „Þetta var göngubolti hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég náði að stíga þá út vel fyrsta korterið en svo loka þeir á mig og Bjöggi er að verja vel. Þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik þar sem að við vorum frekar hægir og pínu þreyttir eftir þetta Evrópufjör,“ sagði Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn.Skemmti mér vel í kvöld. Gaman að vinna með góðu fólki. Frábær umgjörð hjá Haukum. Það er í raun forréttindi fyrir mig að lýsa þessari íþrótt. Handboltinn Olís deildin hefur náð nýjum hæðum hér heima. Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 3, 2018 Gaupi á líklega frægasta Twitter-frasa Íslands eða frægasta orðið. Hann endar öll tíst sín á orðinu „Eina“ sem margir hafa spurt sig hvað þýðir. Kári Kristján er húmoristi mikill og nýtti tækifærið til að nota þetta orð í viðtalinu. „Við vorum frábærir í seinni hálfleik. Andri Heimir var frábær. Dagur kemur inn á og stjórnar sóknarleiknum síðasta korterið. Hann var frábær. Aron Rafn var frábær. Eina,“ sagði Kári en kom Gaupa ekki úr jafnvægi. Línumaður öflugi hlakkar mikið til laugardagsins en Eyjaliðið er líklegt til að vinna þrennuna þar sem að það er einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Ég verð að viðurkenna að það er drullulangt síðan að mér fannst þetta svona ógeðslega gaman. Það verður pakkfullt í Vestmannaeyjum klukkan fimm á laugardaginn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Viðtalið má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45 Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sjá meira
Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45
Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01