NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 16:14 Eldflaug SpaceX sprakk þegar verið var að fylla ofurkælt hreint súrefni og hreinsaða steinolíu á eldsneytistank hennar á skotpalli á Flórída í september árið 2016. Gervitungl grandaðist í sprengingunni. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa áhyggjur af því að aðferð sem geimferðafyrirtækið SpaceX hefur notað til að gera eldflaugar sínar öflugri geti teflt lífi geimfara í hættu. Stutt er síðan eldflaug fyrirtækisins sprakk á skotpalli. Verkfræðingar SpaceX fundu upp á því ráði að ofurkæla eldsneyti eldflauga sinna til þess að þjappa því saman og koma þannig meira af því á tankana. Þannig yrðu eldflaugarnar kraftmeiri. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þetta kallaði á að fylla þurfti á eldsneytistanka eldflauganna rétt fyrir geimskot. Þetta veldur öryggissérfræðingum NASA og bandarískum þingmönnum áhyggjum. Aðeins þyrfti slys eða lítinn neista til þess að sprenging yrði. Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp þegar verið var að fylla eldsneyti á hana fyrir vélarpróf á skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. SpaceX á að byrja að flytja geimfara út í geim þegar á þessu ári. Ráðgjafaráð NASA skrifaði meðal annars bréf fyrir þremur árum þar sem varað var við því að þessi aðferð stangaðist á við öryggisstaðla fyrir eldflaugarþrep sem hafa verið í gildi í meira en fimmtíu ár. Bandarísk þingnefnd gekk meðal annars á varaforseta SpaceX um öryggi aðferðarinnar þegar hann sat fyrir svörum fyrr á þessu ári, að því er segir í umfjöllun Washington Post.NASA sögð of áhættufælin Fulltrúar SpaceX segja aftur á móti að færi eitthvað úrskeiðis myndi neyðarkerfi eldflaugarinnar koma geimförunum í öruggt skjól. Meira eldsneyti geri eldflaugarnar jafnframt öruggari þar sem þá sé meira svigrúm til að bregðast við neyðarástandi á flugi. Gagnrýnendur NASA telja að stofnunin sé of varfærin eftir að hafa misst fjórtán geimfara þegar geimskutlurnar Challenger og Columbia fórust árin 1986 og 2003. Geimskutluáætlunni var hætt árið 2011 í kjölfar Columbia-slyssins. NASA var í bæði skipti gagnrýnd fyrir lélegt áhættumat. Robert Lightfoot, nýr forstjóri NASA, hefur harmað að stofnunin hafi orðið of áhættufælin. Dró hann í efa að NASA hefði nokkru sinni ráðist í Apollo-leiðangrana til tunglsins í núverandi umhverfi. Hann útilokar ekki að SpaceX fái leyfi til að fylla ofurkældu eldsneyti á eldflaugar fyrir mannaðar ferðir. NASA gerir þá kröfu til SpaceX og Boeing, sem þróa nú geimferjur til að flytja menn fyrir stofnunina, að líkurnar á dauðsfalli megi ekki vera meiri en eitt í hverjum 270 ferðum. Sérfræðingar vara hins vegar við því hversu erfitt er að leggja mat á áhættu við mannaðar geimferðir. Til þess eru óvissuþættirnir of margir. Þannig áætlaði NASA fyrst að hætta við geimskutlurnar væri á bilinu eitt dauðsfall í fimm hundruð til fimm þúsund ferðum. Þegar áætluninni lauk kom hins vegar í ljós að líkurnar á dauðsfalli voru einn á móti tólf. SpaceX Tækni Tengdar fréttir Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Öryggissérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa áhyggjur af því að aðferð sem geimferðafyrirtækið SpaceX hefur notað til að gera eldflaugar sínar öflugri geti teflt lífi geimfara í hættu. Stutt er síðan eldflaug fyrirtækisins sprakk á skotpalli. Verkfræðingar SpaceX fundu upp á því ráði að ofurkæla eldsneyti eldflauga sinna til þess að þjappa því saman og koma þannig meira af því á tankana. Þannig yrðu eldflaugarnar kraftmeiri. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þetta kallaði á að fylla þurfti á eldsneytistanka eldflauganna rétt fyrir geimskot. Þetta veldur öryggissérfræðingum NASA og bandarískum þingmönnum áhyggjum. Aðeins þyrfti slys eða lítinn neista til þess að sprenging yrði. Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp þegar verið var að fylla eldsneyti á hana fyrir vélarpróf á skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. SpaceX á að byrja að flytja geimfara út í geim þegar á þessu ári. Ráðgjafaráð NASA skrifaði meðal annars bréf fyrir þremur árum þar sem varað var við því að þessi aðferð stangaðist á við öryggisstaðla fyrir eldflaugarþrep sem hafa verið í gildi í meira en fimmtíu ár. Bandarísk þingnefnd gekk meðal annars á varaforseta SpaceX um öryggi aðferðarinnar þegar hann sat fyrir svörum fyrr á þessu ári, að því er segir í umfjöllun Washington Post.NASA sögð of áhættufælin Fulltrúar SpaceX segja aftur á móti að færi eitthvað úrskeiðis myndi neyðarkerfi eldflaugarinnar koma geimförunum í öruggt skjól. Meira eldsneyti geri eldflaugarnar jafnframt öruggari þar sem þá sé meira svigrúm til að bregðast við neyðarástandi á flugi. Gagnrýnendur NASA telja að stofnunin sé of varfærin eftir að hafa misst fjórtán geimfara þegar geimskutlurnar Challenger og Columbia fórust árin 1986 og 2003. Geimskutluáætlunni var hætt árið 2011 í kjölfar Columbia-slyssins. NASA var í bæði skipti gagnrýnd fyrir lélegt áhættumat. Robert Lightfoot, nýr forstjóri NASA, hefur harmað að stofnunin hafi orðið of áhættufælin. Dró hann í efa að NASA hefði nokkru sinni ráðist í Apollo-leiðangrana til tunglsins í núverandi umhverfi. Hann útilokar ekki að SpaceX fái leyfi til að fylla ofurkældu eldsneyti á eldflaugar fyrir mannaðar ferðir. NASA gerir þá kröfu til SpaceX og Boeing, sem þróa nú geimferjur til að flytja menn fyrir stofnunina, að líkurnar á dauðsfalli megi ekki vera meiri en eitt í hverjum 270 ferðum. Sérfræðingar vara hins vegar við því hversu erfitt er að leggja mat á áhættu við mannaðar geimferðir. Til þess eru óvissuþættirnir of margir. Þannig áætlaði NASA fyrst að hætta við geimskutlurnar væri á bilinu eitt dauðsfall í fimm hundruð til fimm þúsund ferðum. Þegar áætluninni lauk kom hins vegar í ljós að líkurnar á dauðsfalli voru einn á móti tólf.
SpaceX Tækni Tengdar fréttir Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29
Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29