Handbolti

Hægt að veðja á hvort undrabarnið skorar meira í oddaleiknum á Selfossi í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hvor fer í úrslitarimmuna?
Hvor fer í úrslitarimmuna? vísir
Spennan er gríðarleg fyrir oddaleik Selfoss og FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem fram fer í Vallaskóla á Selfossi í kvöld klukkan 20.00.

Fyrir löngu er uppselt á leikinn en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 19.30. Bæði verður hægt að sjá hann í andyri Vallaskóla og í bíóhúsinu á Selfossi.

Sjá einnig:Allt undir í Vallaskóla

Leikurinn í kvöld er síðasti séns til að sjá tvo efnilegustu handboltamenn landsins; Gísla Þorgeir Kristjánsson úr FH og Hauk Þrastarson frá Selfossi, etja kappi en liðið sem tapar fer í sumarfrí.



Gísli Þorgeir (f. 1999) og Haukur (f. 2001) hafa báðir verið ótrúlegir á tímabilinu og ekkert slakað á í úrslitakeppninni. Gísli skoraði meðal annars þrettán mörk í leik tvö og gaf fjórtán stoðsendingar í leik fjögur.

Þessir ungu menn hafa greinilega vakið athygli út fyrir landssteinanna því veðmálasíðan Coolbet.com gefur þann mögulega að veðja á hvort undrabarnið skorar fleiri mörk í oddaleiknum í kvöld.

Stuðullinn á að Gísli skori meira er 1,80 en 1,90 á Hauk. Gísli er búinn að skora 5,8 mörk að meðaltali í leik í sex leikjum í úrslitakeppninni en Haukur er að skora 4,3 mörk að meðaltali í leik. Ítarlega tölfræði úr úrslitakeppninni má annars finna á HB Statz.

    

Sama veðmálasíða telur sigurlíkur Selfyssinga aðeins meiri enda allir leikir rimmunnar unnist á heimavelli.


Tengdar fréttir

Allt undir í Vallaskóla

Selfoss og FH mætast í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikirnir fjórir til þessa hafa verið jafnir og spennandi og stemningin góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×