Handbolti

Elías Már kemur á bekkinn fyrir Jónatan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elías Már er kominn í HSÍ-pólobolinn.
Elías Már er kominn í HSÍ-pólobolinn. hsí
Breytingar verða á þjálfarateymi kvennalandsliðsins í handbolta í sumar er aðstoðarþjálfarinn Jónatan Þór Magnússon hættir.

Í hans stað kemur Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka. Hann verður Axel Stefánssyni til halds og trausts.

„Það er mikið að gera á Akureyri í starfi yfirþjálfara yngri flokka KA og sem þjálfari kvennaliðs KA/Þórs og mat ég það svo að það tæki of mikinn tíma að sinna einnig landsliðinu. Þetta er búið að vera flottur tími með Axel, Obbu, starfsliðinu og að sjálfsögðu stelpunum líka. Ég tel liðið vera á réttri braut og sjálfur hef ég lært mikið á leiðinni og vonandi miðlað einhverju inn í verkefnið. Ég vil að lokum óska landsliðinu og þjálfarateyminu alls hins besta og hlakka til að fylgjast með því í framtíðinni. Áfram Ísland!” segir Jónatan í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Næsta verkefni A landsliðs kvenna eru tveir leikir í undankeppni EM, gegn Tékkum í Laugardalshöll miðvikudaginn 30. maí klukkan 19.30 og gegn Dönum í Herning þann 2. júní.

Að lokinni undankeppninni leikur íslenska liðið tvo vináttulandsleiki gegn Japan 4. og 5. júní. Leikirnir fara fram í Svendborg í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×