T-Mobile og Sprint í eina sæng Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2018 06:57 John Legere, forstjóri T-Mobile, er spenntur fyrir samrunanum. Vísir/getty Bandaríski fjarskiptarisinn T-Mobile hefur samþykkt að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir um 26 milljarða bandaríkjadala. Upphæðin nemur um 2600 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða samruna þriðja og fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að samruninn muni auka samkeppnishæfni sameinaðs fyrirtækis og auðvelda því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þeir eru um 130 milljónir talsins. Þó má ætla að eitthvað sé í það að samruninn gangi í gegn. Samkeppnisyfirvöld vestanhafs eiga eftir að gefa grænt ljós á samrunann, sem talinn er geta haft töluverð áhrif á verðlag á bandarískum fjarskiptamarkaði. Fyrirtækin tvö hafa rætt samruna frá árinu 2014 en ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, lagði stein í götu viðræðnanna til að sporna við auðhringamyndun í geiranum. Forstjóri T-Mobile, John Legere, er þó hvergi banginn og segir að hið sameinaða fyrirtæki muni verja 40 milljörðum dala, 4000 milljörðum króna, í þróun og uppsetningu nýs 5G fjarskiptanets. Hann segir afkastagetu slíks nets vera um 30-falt meiri en núverandi kerfis.With @Sprint's incredible 2.5 GHz spectrum, @TMobile's nationwide 600 MHz + our other combined assets… Together, we will build the highest-capacity mobile network in US history!! I'm talking 30X more capacity than T-Mobile today!! #5GForAll https://t.co/5eK0nITWKh— John Legere (@JohnLegere) April 29, 2018 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski fjarskiptarisinn T-Mobile hefur samþykkt að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir um 26 milljarða bandaríkjadala. Upphæðin nemur um 2600 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða samruna þriðja og fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að samruninn muni auka samkeppnishæfni sameinaðs fyrirtækis og auðvelda því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þeir eru um 130 milljónir talsins. Þó má ætla að eitthvað sé í það að samruninn gangi í gegn. Samkeppnisyfirvöld vestanhafs eiga eftir að gefa grænt ljós á samrunann, sem talinn er geta haft töluverð áhrif á verðlag á bandarískum fjarskiptamarkaði. Fyrirtækin tvö hafa rætt samruna frá árinu 2014 en ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, lagði stein í götu viðræðnanna til að sporna við auðhringamyndun í geiranum. Forstjóri T-Mobile, John Legere, er þó hvergi banginn og segir að hið sameinaða fyrirtæki muni verja 40 milljörðum dala, 4000 milljörðum króna, í þróun og uppsetningu nýs 5G fjarskiptanets. Hann segir afkastagetu slíks nets vera um 30-falt meiri en núverandi kerfis.With @Sprint's incredible 2.5 GHz spectrum, @TMobile's nationwide 600 MHz + our other combined assets… Together, we will build the highest-capacity mobile network in US history!! I'm talking 30X more capacity than T-Mobile today!! #5GForAll https://t.co/5eK0nITWKh— John Legere (@JohnLegere) April 29, 2018
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira