Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2018 10:47 Kristján Páll Rafnsson með vænan urriða af Kárastöðum. Mynd: Fish Partner Það berast nú daglega góðar fréttir af urriðaveiði í Þingvallavatni og eins og venjulega eru að veiðast ansi vænir fiskar. Það er nokkurn veginn sama hvar drepið er á dyr, öll svæðin virðast vera inni og einnig þjóðgarðurinn en veiðin þar hefur þó yfirleitt verið minni en þar er einhver breyting á. Veiðimaður sem var þar fyrir tveimur dögum fékk átta væna urriða yfir daginn sem voru á milli 60-80 sm. Þeir veiddust á ýmsar straumflugur og á hægsökkvandi línu. Flesta fékk hann út af Lambhaga en þrjá á Pallinum. Það virðist því vera að urriðinn sé nokkuð víða við þjóðgarðinn núna því við höfum frétt af fleirum sem hafa verið að fá væna urriða víða fyrir landi þjóðgarðsins. Önnur svæði þar sem urriðinn heldur sig að mestu leiti virðast vera að gefa mjög vel og mest af veiðinni er vænn urriði en við höfum þó ekki frétt af neinum yfir 90 sm ennþá en þeir sjást reglulega engu að síður. Veiðilegustu svæðin sem selt er inná eru svo til öll hjá Fish Partners og á ION svæðinu svo þeir sem vilja byrja sumarið með stæl ættu að skoða hvort það sé eitthvað laust hjá þessum aðilum. Mest lesið Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði
Það berast nú daglega góðar fréttir af urriðaveiði í Þingvallavatni og eins og venjulega eru að veiðast ansi vænir fiskar. Það er nokkurn veginn sama hvar drepið er á dyr, öll svæðin virðast vera inni og einnig þjóðgarðurinn en veiðin þar hefur þó yfirleitt verið minni en þar er einhver breyting á. Veiðimaður sem var þar fyrir tveimur dögum fékk átta væna urriða yfir daginn sem voru á milli 60-80 sm. Þeir veiddust á ýmsar straumflugur og á hægsökkvandi línu. Flesta fékk hann út af Lambhaga en þrjá á Pallinum. Það virðist því vera að urriðinn sé nokkuð víða við þjóðgarðinn núna því við höfum frétt af fleirum sem hafa verið að fá væna urriða víða fyrir landi þjóðgarðsins. Önnur svæði þar sem urriðinn heldur sig að mestu leiti virðast vera að gefa mjög vel og mest af veiðinni er vænn urriði en við höfum þó ekki frétt af neinum yfir 90 sm ennþá en þeir sjást reglulega engu að síður. Veiðilegustu svæðin sem selt er inná eru svo til öll hjá Fish Partners og á ION svæðinu svo þeir sem vilja byrja sumarið með stæl ættu að skoða hvort það sé eitthvað laust hjá þessum aðilum.
Mest lesið Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði