Whatsapp hækkar aldurstakmarkið í Evrópu í 16 ár Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2018 18:02 Whatsapp er vinsælt meðal evrópskra ungmenna og er ráðandi samskiptaforrit í mörgum ríkjum. Vísir/AFP Whatsapp varð í dag eitt af fyrstu samskipta- og tæknifyrirtækjunum til að uppfylla alveg skilyrði nýrrar persónuverndarlöggjafar í Evrópu (GDPR) sem tekur gildi eftir mánuð. Whatsapp, sem er í eigu Facebook, hefur 1,5 milljarða notenda á heimsvísu. Forritið nýtur mikilla vinsælda í öðrum ríkjum Evrópu en hefur ekki náð sömu útbreiðslu hér á landi. Mörg tæknifyrirtæki eru nú í kapphlaupi við tímann við að uppfylla skilyrði GDPR (General Data Protection Regulation) löggjafarinnar sem tekur gildi alls staðar á innri markaði Evrópu og EES eftir um það bil mánuð. Nýja persónuverndarlöggjöfin bannar miðlun persónuupplýsinga hjá ungmennum undir 16 ára nema foreldrar eða forráðamenn viðkomandi hafi veitt sérstakt samþykki. Hins vegar munu einstök ríki Evrópusambandsins og EES geta stjórnar aldurstakmarkinu sjálf hjá ungmennum á aldrinum 13-16 ára. Facebook greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið myndi biðja notendur undir 16 ára um að afla samþykkis frá foreldri eða forráðamanni til að geta notað miðilinn áfram að því er fram kemur í Financial Times. Án samþykkis forráðamanns verður ekki hægt að beina auglýsingum að notendum á aldrinum 13-15 ára. Þá mega notendur á þessum aldri ekki heldur greina frá stjórnmála- eða trúarskoðunum sínum á síðunni sinni á Facebook. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Whatsapp varð í dag eitt af fyrstu samskipta- og tæknifyrirtækjunum til að uppfylla alveg skilyrði nýrrar persónuverndarlöggjafar í Evrópu (GDPR) sem tekur gildi eftir mánuð. Whatsapp, sem er í eigu Facebook, hefur 1,5 milljarða notenda á heimsvísu. Forritið nýtur mikilla vinsælda í öðrum ríkjum Evrópu en hefur ekki náð sömu útbreiðslu hér á landi. Mörg tæknifyrirtæki eru nú í kapphlaupi við tímann við að uppfylla skilyrði GDPR (General Data Protection Regulation) löggjafarinnar sem tekur gildi alls staðar á innri markaði Evrópu og EES eftir um það bil mánuð. Nýja persónuverndarlöggjöfin bannar miðlun persónuupplýsinga hjá ungmennum undir 16 ára nema foreldrar eða forráðamenn viðkomandi hafi veitt sérstakt samþykki. Hins vegar munu einstök ríki Evrópusambandsins og EES geta stjórnar aldurstakmarkinu sjálf hjá ungmennum á aldrinum 13-16 ára. Facebook greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið myndi biðja notendur undir 16 ára um að afla samþykkis frá foreldri eða forráðamanni til að geta notað miðilinn áfram að því er fram kemur í Financial Times. Án samþykkis forráðamanns verður ekki hægt að beina auglýsingum að notendum á aldrinum 13-15 ára. Þá mega notendur á þessum aldri ekki heldur greina frá stjórnmála- eða trúarskoðunum sínum á síðunni sinni á Facebook.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira