Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 68-66 │Valur sótti oddaleik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 20:15 Guðbjörg Sverrisdóttir í leiknum í kvöld. vísir/bára dröfn Valur jafnaði úrslitaeinvígið í Domino’s deild kvenna í körfubolta með tveggja stiga sigri á Haukum í Valsheimilinu í kvöld. Með sigrinum knúði Valur fram oddaleik á Ásvöllum þar sem Íslandsmeistaratitillinn verður undir. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu ekki að veita Haukum titilinn á silfurfati. Guðbjörg Sverrisdóttir var frábær í upphafi leiks og var með 85 prósenta skotnýtingu í fyrri hálfleik og 13 stig. Haukar skoruðu aðeins sex stig á fyrstu sex mínútum leiksins en fundu loks körfuna undir lok fyrsta leikhluta og var munurinn sjö stig við fyrstu leikhlutaskipti, 20-13. Heimakonur byrjuðu annan leikhluta betur og komust í 11 stiga forystu. Þá tóku Haukar við sér og lungann úr öðrum leikhluta var lítið spilað og einkenndist leikurinn af baráttu. Undir lok fyrri hálfleiks var þó eins og liðin gætu ekki spilað vörn lengur og liðin röðuðu inn stigum á báða bóga. Staðan í hálfleik var 39-29. Þriðji leikhluti var áframhald af sömu baráttunni og frekar lítið var skorað framan af. Haukar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn með góðri vörn og sóknaraðgerðir þeirra heppnuðust betur en í fyrri hálfleik. Þær komust þó ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig, 48-44, þegar Valskonur náðu að stoppa blæðinguna aðeins. Valur kom muninum aftur upp í níu, tíu stig og virtust ætla að ná að halda út þokkalega þægilegan sigur þar til tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili frá Helenu Sverrsidóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur minnkuðu muninn niður í þrjú stig, 63-60. Lokamínútur leiksins urðu svo æsispennandi en frábær vörn Vals náði að halda og heimakonur fögnuðu tveggja stiga sigri, 68-66.Afhverju vann Valur? Frábær vörn var grunnurinn fyrst og fremst að sigri Vals. Haukar fóru á kostum í síðasta leik og voru með tæplega 50 prósent skotnýtingu en í dag var hún aðeins 34 prósent. Haukar spiluðu líka þokkalega vörn en Valskonur leystu hana betur og skoruðu fleiri stig hér í kvöld.Hverjar stóðu upp úr? Guðbjörg Sverrisdóttir var frábær í Valsliðinu. Dreif liðið áfram í vörn og sókn og átti virkilega flottan leik. Þá fór Elín Sóley Hrafnkelsdóttir einnig á kostum sem og Aalyah Whiteside. Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir atkvæðamest en hún átti þó langt frá því sinn besta leik, í raun var leikurinn í kvöld sá fyrsti í einvíginu þar sem hún náði ekki þrefaldri tvennu.Hvað gekk illa? Mitt mat á þessum leik er að Haukaliðið hafi einfaldlega verið of stressað. Þetta frábæra skotlið sem getur látið þristunum rigna eins og enginn sé morgundagurinn hitti alls ekki vel í kvöld og það er mikið á spennustiginu. Það var mikið undir, liðið er að mörgu leiti mjög ungt og leikur þeirra leið fyrir það í kvöld.Hvað gerist næst? Það er bara einn leikur eftir á tímabilinu. Oddaleikurinn, úrslitaleikurinn, þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitillinn er undir.Darri Freyr Atlasonvísir/bára dröfnDarri: Reyndum ekki að gera þetta spennandi, þær eru drullugóðar Eftir síðasta leik sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, að vandamálið væri augljóst. Haukar voru með 48 prósent skotnýtingu og 17 sóknarfráköst. Þær tóku aftur 17 sóknarfráköst í dag en skotnýtingin var mun verri. „Það er hlutfallið sem er lykilatriðið. Þegar það eru fleiri fráköst í boði, eins og var í dag, þá eru 17 í dag betra en 17 síðast. En ennþá of mörg samt, sem er gott því þá höfum við tækifæri til þess að gera betur í einhverju líka,“ sagði Darri Freyr eftir leikinn í kvöld. Valskonur hleyptu Haukum óþarflega mikið inn í leikinn undir lokin og gerðu loka mínúturnar heldur betur spennandi. Leikirnir í einvíginu til þessa höfðu ekki verið neitt sérstaklega spennandi, frekar þægilegir sigrar á báða bóga. „Við vorum ekki að reyna að gera þetta spennandi, þær eru bara drullugóðar. Það hlaut að koma að svona leik og það er bara gott að klára hann.“ „Ég er mjög ánægður með leikinn. Aalyah spilaði frábæra vörn. Við fengum að heyra það í leikhléi að hún gæti ekki spilað neina vörn og þær ættu að fara á hana, en það var ekki að sjá í þessum leik.“ Hvað gera Valsstelpur svo til þess að undirbúa sig fyrir leik 5? „Við hvílum okkur á morgun, förum í flothylki, og svo æfum við okkur rosalega vel og reynum að vinna,“ sagði Darri Freyr Atlason.Ingvar Þór Guðjónssonvísir/bára dröfnIngvar: Andlegi þátturinn auðveldasta skýringin „Já, ég er drullusvekktur. Fyrst og fremst með það að vera ekki klárar í upphafi,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við hefðum getað stolið þessu hérna í lokin en það var erfitt að elta allan leikinn.“ Fór andlegi þátturinn með lið Hauka í kvöld, var spennustigið of hátt? „Það er auðveldasta skýringin og kannski sú augljósasta. Við vorum ekki að setja skotin niður sem við settum í síðasta leik og það gerir þeim auðveldara fyrir að bakka í teiginn. Sem betur fer þá skjótum við vel á Ásvöllum og förum fullar sjálfstraust inn í þann leik.“ Haukar fá nú annað tækifæri til þess að lyfta upp bikarnum og það á heimavelli sínum. „Það hefði ekki verið leiðinlegt að lyfta honum hérna, en við þurfum að mæta 100 prósent klárar ef við ætlum að ná því á mánudaginn.“ „Eigum við ekki heilan helling inni bara? Við förum full bjartsýni inn í næsta leik,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson. Dominos-deild kvenna
Valur jafnaði úrslitaeinvígið í Domino’s deild kvenna í körfubolta með tveggja stiga sigri á Haukum í Valsheimilinu í kvöld. Með sigrinum knúði Valur fram oddaleik á Ásvöllum þar sem Íslandsmeistaratitillinn verður undir. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu ekki að veita Haukum titilinn á silfurfati. Guðbjörg Sverrisdóttir var frábær í upphafi leiks og var með 85 prósenta skotnýtingu í fyrri hálfleik og 13 stig. Haukar skoruðu aðeins sex stig á fyrstu sex mínútum leiksins en fundu loks körfuna undir lok fyrsta leikhluta og var munurinn sjö stig við fyrstu leikhlutaskipti, 20-13. Heimakonur byrjuðu annan leikhluta betur og komust í 11 stiga forystu. Þá tóku Haukar við sér og lungann úr öðrum leikhluta var lítið spilað og einkenndist leikurinn af baráttu. Undir lok fyrri hálfleiks var þó eins og liðin gætu ekki spilað vörn lengur og liðin röðuðu inn stigum á báða bóga. Staðan í hálfleik var 39-29. Þriðji leikhluti var áframhald af sömu baráttunni og frekar lítið var skorað framan af. Haukar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn með góðri vörn og sóknaraðgerðir þeirra heppnuðust betur en í fyrri hálfleik. Þær komust þó ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig, 48-44, þegar Valskonur náðu að stoppa blæðinguna aðeins. Valur kom muninum aftur upp í níu, tíu stig og virtust ætla að ná að halda út þokkalega þægilegan sigur þar til tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili frá Helenu Sverrsidóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur minnkuðu muninn niður í þrjú stig, 63-60. Lokamínútur leiksins urðu svo æsispennandi en frábær vörn Vals náði að halda og heimakonur fögnuðu tveggja stiga sigri, 68-66.Afhverju vann Valur? Frábær vörn var grunnurinn fyrst og fremst að sigri Vals. Haukar fóru á kostum í síðasta leik og voru með tæplega 50 prósent skotnýtingu en í dag var hún aðeins 34 prósent. Haukar spiluðu líka þokkalega vörn en Valskonur leystu hana betur og skoruðu fleiri stig hér í kvöld.Hverjar stóðu upp úr? Guðbjörg Sverrisdóttir var frábær í Valsliðinu. Dreif liðið áfram í vörn og sókn og átti virkilega flottan leik. Þá fór Elín Sóley Hrafnkelsdóttir einnig á kostum sem og Aalyah Whiteside. Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir atkvæðamest en hún átti þó langt frá því sinn besta leik, í raun var leikurinn í kvöld sá fyrsti í einvíginu þar sem hún náði ekki þrefaldri tvennu.Hvað gekk illa? Mitt mat á þessum leik er að Haukaliðið hafi einfaldlega verið of stressað. Þetta frábæra skotlið sem getur látið þristunum rigna eins og enginn sé morgundagurinn hitti alls ekki vel í kvöld og það er mikið á spennustiginu. Það var mikið undir, liðið er að mörgu leiti mjög ungt og leikur þeirra leið fyrir það í kvöld.Hvað gerist næst? Það er bara einn leikur eftir á tímabilinu. Oddaleikurinn, úrslitaleikurinn, þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitillinn er undir.Darri Freyr Atlasonvísir/bára dröfnDarri: Reyndum ekki að gera þetta spennandi, þær eru drullugóðar Eftir síðasta leik sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, að vandamálið væri augljóst. Haukar voru með 48 prósent skotnýtingu og 17 sóknarfráköst. Þær tóku aftur 17 sóknarfráköst í dag en skotnýtingin var mun verri. „Það er hlutfallið sem er lykilatriðið. Þegar það eru fleiri fráköst í boði, eins og var í dag, þá eru 17 í dag betra en 17 síðast. En ennþá of mörg samt, sem er gott því þá höfum við tækifæri til þess að gera betur í einhverju líka,“ sagði Darri Freyr eftir leikinn í kvöld. Valskonur hleyptu Haukum óþarflega mikið inn í leikinn undir lokin og gerðu loka mínúturnar heldur betur spennandi. Leikirnir í einvíginu til þessa höfðu ekki verið neitt sérstaklega spennandi, frekar þægilegir sigrar á báða bóga. „Við vorum ekki að reyna að gera þetta spennandi, þær eru bara drullugóðar. Það hlaut að koma að svona leik og það er bara gott að klára hann.“ „Ég er mjög ánægður með leikinn. Aalyah spilaði frábæra vörn. Við fengum að heyra það í leikhléi að hún gæti ekki spilað neina vörn og þær ættu að fara á hana, en það var ekki að sjá í þessum leik.“ Hvað gera Valsstelpur svo til þess að undirbúa sig fyrir leik 5? „Við hvílum okkur á morgun, förum í flothylki, og svo æfum við okkur rosalega vel og reynum að vinna,“ sagði Darri Freyr Atlason.Ingvar Þór Guðjónssonvísir/bára dröfnIngvar: Andlegi þátturinn auðveldasta skýringin „Já, ég er drullusvekktur. Fyrst og fremst með það að vera ekki klárar í upphafi,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við hefðum getað stolið þessu hérna í lokin en það var erfitt að elta allan leikinn.“ Fór andlegi þátturinn með lið Hauka í kvöld, var spennustigið of hátt? „Það er auðveldasta skýringin og kannski sú augljósasta. Við vorum ekki að setja skotin niður sem við settum í síðasta leik og það gerir þeim auðveldara fyrir að bakka í teiginn. Sem betur fer þá skjótum við vel á Ásvöllum og förum fullar sjálfstraust inn í þann leik.“ Haukar fá nú annað tækifæri til þess að lyfta upp bikarnum og það á heimavelli sínum. „Það hefði ekki verið leiðinlegt að lyfta honum hérna, en við þurfum að mæta 100 prósent klárar ef við ætlum að ná því á mánudaginn.“ „Eigum við ekki heilan helling inni bara? Við förum full bjartsýni inn í næsta leik,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti