Fjórði kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 er í fullum gangi en hann fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan.
Þjóðverjinn Sebastian Vettel er á ráspól í Formúla 1 þessa helgina en hann var 0,179 sekúndum á undan aðalkeppinaut sínum, Lewis Hamilton, í tímatökunni í gær. Þriðji verður liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas.
Vettel hefur farið vel af stað á tímabilinu, unnið tvær af fyrstu þremur keppnunum og er kominn með níu stiga forskot á Hamilton en reiknað er með að þeir tveir muni heyja harða baráttu um meistaratitilinn í ár.
Keppnin hefst í hádeginu og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 11:40.
Vettel á ráspól í Bakú
Arnar Geir Halldórsson skrifar
