Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 21:13 Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. „Mér fannst dómararnir dæma ágætlega en ég er orðinn ansi þreyttur á þessum leikaraskap í ÍBV. Þeir henda sér í jörðina við hvert einasta tilefni og þeir fá ekki einu sinni gult eða tvær eða neitt,” sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, er rætt var við hann í leikslok. „Þetta er búið að viðgangast í þrjú fjögur ár og ég er orðinn verulega þreyttur á þessu,” sagði Bjarni sem var langt því frá hættur að senda Eyjamönnum tóninn: „Sama og þegar Maggi (Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV) tekur Svein Andra út um leiknum, dúndrar í andlitið á honum og Sveinn getur ekkert spilað meira. Hann verður pottþétt ekki með í næsta leik.” „Þetta er Maggi búinn að stunda í ansi mörg ár og það er ansi leiðinlegt að hann fái að komast upp með það að slasa leikmenn viljandi til að vinna leiki.” „Hann fór út í hann og bombaði í andlitið á honum. Það er náttúrlega bara þriggja eða fimm leikja bann. Þetta er hluti sem við í handboltanum viljum útrýma og dómararnir líka. Þess vegna fannst mér kjarkleysi hjá þeim að taka ekki á þessu broti.” „Mér fannst dómararnir fínir og þeir eiga pottþétt eftir að endurskoða þetta. Maggi fer pottþétt í bann fyrir þetta. Ég hef ekki trú á neinu öðru,” en allt viðtalið við Bjarna má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, heyrði þessi orð Bjarna og hann var verulega ósáttur við þessi orð kollega síns hjá ÍR. „Mér finnst þetta til skammar. Fáránlegt að hlusta á þetta og honum ekki til sóma,” sagði Arnar í leikslok. „ÍR er með hörkulið og spiluðu fanta vörn. Þeir slógu okkur aðeins út af laginu og við náðum að vinna þetta mjög vel.” „Það kom mér á óvart hvað við vorum lengi að ná tökum á þessu. Ég skil að Bjarni (Fritzson, þjálfari ÍR) hafi verið ánægður með línuna. Þeir fengu að spila og hlusta á þá væla þarna, jesús minn kristur. Þetta er honum til minnkunar.” „Ef að þetta er línan sem er þá önnur en í deildinni þá komust þeir vel frá þessu. Ef að þetta á að vera svona þá komust þeir vel frá þessu en línan er allt önnur. Menn eru að fá að komast upp með meira hér en áður og ef það á að vera þannig þá komust þeir vel frá þessu.” Nánar er rætt við bæði Bjarna og Arnar í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Olís-deild karla Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. „Mér fannst dómararnir dæma ágætlega en ég er orðinn ansi þreyttur á þessum leikaraskap í ÍBV. Þeir henda sér í jörðina við hvert einasta tilefni og þeir fá ekki einu sinni gult eða tvær eða neitt,” sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, er rætt var við hann í leikslok. „Þetta er búið að viðgangast í þrjú fjögur ár og ég er orðinn verulega þreyttur á þessu,” sagði Bjarni sem var langt því frá hættur að senda Eyjamönnum tóninn: „Sama og þegar Maggi (Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV) tekur Svein Andra út um leiknum, dúndrar í andlitið á honum og Sveinn getur ekkert spilað meira. Hann verður pottþétt ekki með í næsta leik.” „Þetta er Maggi búinn að stunda í ansi mörg ár og það er ansi leiðinlegt að hann fái að komast upp með það að slasa leikmenn viljandi til að vinna leiki.” „Hann fór út í hann og bombaði í andlitið á honum. Það er náttúrlega bara þriggja eða fimm leikja bann. Þetta er hluti sem við í handboltanum viljum útrýma og dómararnir líka. Þess vegna fannst mér kjarkleysi hjá þeim að taka ekki á þessu broti.” „Mér fannst dómararnir fínir og þeir eiga pottþétt eftir að endurskoða þetta. Maggi fer pottþétt í bann fyrir þetta. Ég hef ekki trú á neinu öðru,” en allt viðtalið við Bjarna má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, heyrði þessi orð Bjarna og hann var verulega ósáttur við þessi orð kollega síns hjá ÍR. „Mér finnst þetta til skammar. Fáránlegt að hlusta á þetta og honum ekki til sóma,” sagði Arnar í leikslok. „ÍR er með hörkulið og spiluðu fanta vörn. Þeir slógu okkur aðeins út af laginu og við náðum að vinna þetta mjög vel.” „Það kom mér á óvart hvað við vorum lengi að ná tökum á þessu. Ég skil að Bjarni (Fritzson, þjálfari ÍR) hafi verið ánægður með línuna. Þeir fengu að spila og hlusta á þá væla þarna, jesús minn kristur. Þetta er honum til minnkunar.” „Ef að þetta er línan sem er þá önnur en í deildinni þá komust þeir vel frá þessu. Ef að þetta á að vera svona þá komust þeir vel frá þessu en línan er allt önnur. Menn eru að fá að komast upp með meira hér en áður og ef það á að vera þannig þá komust þeir vel frá þessu.” Nánar er rætt við bæði Bjarna og Arnar í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.
Olís-deild karla Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn