Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. apríl 2018 19:15 Leikmenn ÍBV fagna fyrr á tímabilinu. Magnús er fyrir miðri mynd, númer fjögur. vísir/valli „Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.” Olís-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.”
Olís-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira