Demantahnöttur talinn brot úr horfinni reikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2018 12:51 Brot úr loftsteininum í Súdan. SETI/P. Jenniskens/M. Shaddad Hópur stjörnufræðinga telur að loftsteinn sem sprakk í lofthjúpi jarðar fyrir tíu árum hafi verið brot úr reikistjörnu sem myndaðist og tortímdist í árdaga sólkerfisins okkar. Demantar sem fundust í brotum loftsteinsins hafi aðeins getað myndast innan í reikistjörnu á stærð við Merkúríus eða Mars. Smástirnið 2008 TC3 sprakk þegar féll inn í lofthjúp jarðar sem loftsteinn árið 2008. Vísindamenn fundu demanta í brotum loftsteinsins sem féllu yfir austanverðri Saharaeyðimörkinni í Súdan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Í grein sem birtist í vísindaritinu Nature Communications færir hópur vísindamanna fyrir því rök að nægilegur þrýstingur til þess að demantar geti myndast hafi aðeins geta verið til staðar innan í reikistjörnu af þessari stærð. Óreiða einkenndi sólkerfið okkar fyrir milljörðum ára og hnetti og hnullungar af ýmsum stærðum og gerðum mynduðust þá úr ryk- og gasskífunni sem var efniviður þess. Líklegt er að loftsteinninn með demantana sem skalla á jörðinni hafi verið hluti af einum þessara heima sem urðu til í árdaga sólkerfisins.Niðurstöður vísindamannanna nú eru sagðar fyrstu sennilegu vísbendingarnar um slíkan hnött sem hafi orðið til og síðan horfið. Þær þykja jafnframt renna stoðum undir kenningar um að reikistjörnurnar átta sem við þekkjum í dag hafi orðið til úr leifum fjölda annarra frumreikistjarna frá þessum róstusömu tímum í sögu sólkerfisins. Merkúríus Súdan Vísindi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Hópur stjörnufræðinga telur að loftsteinn sem sprakk í lofthjúpi jarðar fyrir tíu árum hafi verið brot úr reikistjörnu sem myndaðist og tortímdist í árdaga sólkerfisins okkar. Demantar sem fundust í brotum loftsteinsins hafi aðeins getað myndast innan í reikistjörnu á stærð við Merkúríus eða Mars. Smástirnið 2008 TC3 sprakk þegar féll inn í lofthjúp jarðar sem loftsteinn árið 2008. Vísindamenn fundu demanta í brotum loftsteinsins sem féllu yfir austanverðri Saharaeyðimörkinni í Súdan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Í grein sem birtist í vísindaritinu Nature Communications færir hópur vísindamanna fyrir því rök að nægilegur þrýstingur til þess að demantar geti myndast hafi aðeins geta verið til staðar innan í reikistjörnu af þessari stærð. Óreiða einkenndi sólkerfið okkar fyrir milljörðum ára og hnetti og hnullungar af ýmsum stærðum og gerðum mynduðust þá úr ryk- og gasskífunni sem var efniviður þess. Líklegt er að loftsteinninn með demantana sem skalla á jörðinni hafi verið hluti af einum þessara heima sem urðu til í árdaga sólkerfisins.Niðurstöður vísindamannanna nú eru sagðar fyrstu sennilegu vísbendingarnar um slíkan hnött sem hafi orðið til og síðan horfið. Þær þykja jafnframt renna stoðum undir kenningar um að reikistjörnurnar átta sem við þekkjum í dag hafi orðið til úr leifum fjölda annarra frumreikistjarna frá þessum róstusömu tímum í sögu sólkerfisins.
Merkúríus Súdan Vísindi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira