99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2018 11:21 Það er greinilegt á þeim fréttum sem hafa verið að berast úr vatnasvæðunum fyrir austan að veiðitímabilið fer vel af stað. Veiði hófst í Vatnamótunum 1. apríl og það er óhætt að segja að það hafi gengið vel en alls komu 99 sjóbirtingar á land samkvæmt fréttum frá vefnum Veiða.is en leyfi í Vatnamótin eru seld þar. Veiðimenn fóru heldur seint út til veiða enda var kalt og ítrekað fraus í lykkjum. Þeir sem opnuðu svæðið er sami eða svipaður hópur og hefur gert það undanfarin ár. Vegna veðurs og skilyrða var aðeins veitt í rúmlega fjóra tíma en það skilaði engu að síður níutíu og níu sjóbirtingum á land. Stærsti fiskurinn var 85 sm langur en töluvert var þó af fiski sem var 70-80 sm langur. Fiskur var víða á svæðinu en þar sem vatnið var mjög kalt voru tökurnar frekar grannar eins og veiðimenn þekkja við þau skilyrði. Í fyrra veiddust um 1400 fiskar á svæðinu svo þessi frábæra byrjun vekur upp vonir að heildartalan á þessu tímabili gæti jafnvel farið fram úr því. Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði
Það er greinilegt á þeim fréttum sem hafa verið að berast úr vatnasvæðunum fyrir austan að veiðitímabilið fer vel af stað. Veiði hófst í Vatnamótunum 1. apríl og það er óhætt að segja að það hafi gengið vel en alls komu 99 sjóbirtingar á land samkvæmt fréttum frá vefnum Veiða.is en leyfi í Vatnamótin eru seld þar. Veiðimenn fóru heldur seint út til veiða enda var kalt og ítrekað fraus í lykkjum. Þeir sem opnuðu svæðið er sami eða svipaður hópur og hefur gert það undanfarin ár. Vegna veðurs og skilyrða var aðeins veitt í rúmlega fjóra tíma en það skilaði engu að síður níutíu og níu sjóbirtingum á land. Stærsti fiskurinn var 85 sm langur en töluvert var þó af fiski sem var 70-80 sm langur. Fiskur var víða á svæðinu en þar sem vatnið var mjög kalt voru tökurnar frekar grannar eins og veiðimenn þekkja við þau skilyrði. Í fyrra veiddust um 1400 fiskar á svæðinu svo þessi frábæra byrjun vekur upp vonir að heildartalan á þessu tímabili gæti jafnvel farið fram úr því.
Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði