Nýr Nissan Leaf valinn grænasti bíll heims Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2018 07:00 Fulltrúi Nissan tekur við verðlaununum eftirsóttu. Nýr Nissan Leaf var í upphafi páskahelgarinnar kjörinn „grænasti bíll heims“ á alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Verðlaun World Car Awards eru ein þau eftirsóttustu sem veitt eru í bílgreininni á heimsvísu, en Leaf er jafnframt fyrsti bíllinn sem hlotið hefur verðlaunin í þessum flokki. Leaf, sem er mest seldi 100% rafbíllinn á markaðnum, er tákngervingur Nissan í grænni samgöngustefnu fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga sem mest úr neikvæðum umhverfisáhrifum bifreiða. Leaf kom fyrst á markað árið 2010 og var hann ári síðar kjörinn Heimsbíll ársins. Hann var jafnframt fyrsti rafbíllinn til að hljóta aðalverðlaun World Green Awards frá upphafi verðlaunanna. Leaf hefur selst í yfir 300 þúsund eintökum um allan heim frá því að hann kom á markað og hefur bílunum samtals verið ekið yfir þrjá milljarða kílómetra.Meira drægi og mikil snerpa Auk verulegra útlitsbreytinga hefur Nissan Leaf stækkað frá fyrri kynslóð og er hann nú bæði lengri og breiðari en áður. Bíllinn hefur einnig fengið öflugri rafmótor og rafhlöðu. Þannig er nýr Leaf nú 150 hestöfl, sem er 41 hestafls aukning frá fyrri kynslóð. Það skilar honum 3,6 sekúndna meiri snerpu en forverinn hafði og er nýi bíllinn nú aðeins 7,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Einnig hefur drægi rafhlöðunnar aukist um 128 km; fer úr 250 km í 378 km við bestu mögulegu aðstæður samkvæmt NEDC. e-Pedal og ProPilot Hin nýja gerð Leaf er búin sérstökum e-Pedal orkupedala sem endurnýtir alla þá orku sem leysist úr læðingi þegar hemlað er. Þegar ökumaður lyftir fæti af orkupedalanum hægir bíllinn á sér og stöðvast án þess að ökumaður þurfi að nota bremsupedalann. Í þessum búnaði er einnig brekkuaðstoð sem sér til þess að bíllinn renni ekki afturábak þegar stansað er í brekku. Sérfræðingar Nissan segja að í 90% tilfella nægi að nota e-Pedal til að stöðva bílinn. Á meðal nýjunga á tækni- og öryggisviði má nefna sjálfvirknikerfið ProPilot sem aðstoðar ökumanninn við aksturinn. Leaf Tekna er búinn ProPilot öryggisbúnaði þar sem meðal annars er að finna vegmyndavél, framradar, neyðarhemlun og akreinavara með inngripi. Í ProPilot-búnaðinum er einnig að finna tæknina „leggja í stæði“. Grunnútgáfa Leaf Visia, kostar kr. 3.690.000 og best búna útgáfan, Leaf Tekna, kr. 4.490.000. BL kynnir formlega nýjustu kynslóð Nissan Leaf laugardaginn 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent
Nýr Nissan Leaf var í upphafi páskahelgarinnar kjörinn „grænasti bíll heims“ á alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Verðlaun World Car Awards eru ein þau eftirsóttustu sem veitt eru í bílgreininni á heimsvísu, en Leaf er jafnframt fyrsti bíllinn sem hlotið hefur verðlaunin í þessum flokki. Leaf, sem er mest seldi 100% rafbíllinn á markaðnum, er tákngervingur Nissan í grænni samgöngustefnu fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga sem mest úr neikvæðum umhverfisáhrifum bifreiða. Leaf kom fyrst á markað árið 2010 og var hann ári síðar kjörinn Heimsbíll ársins. Hann var jafnframt fyrsti rafbíllinn til að hljóta aðalverðlaun World Green Awards frá upphafi verðlaunanna. Leaf hefur selst í yfir 300 þúsund eintökum um allan heim frá því að hann kom á markað og hefur bílunum samtals verið ekið yfir þrjá milljarða kílómetra.Meira drægi og mikil snerpa Auk verulegra útlitsbreytinga hefur Nissan Leaf stækkað frá fyrri kynslóð og er hann nú bæði lengri og breiðari en áður. Bíllinn hefur einnig fengið öflugri rafmótor og rafhlöðu. Þannig er nýr Leaf nú 150 hestöfl, sem er 41 hestafls aukning frá fyrri kynslóð. Það skilar honum 3,6 sekúndna meiri snerpu en forverinn hafði og er nýi bíllinn nú aðeins 7,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Einnig hefur drægi rafhlöðunnar aukist um 128 km; fer úr 250 km í 378 km við bestu mögulegu aðstæður samkvæmt NEDC. e-Pedal og ProPilot Hin nýja gerð Leaf er búin sérstökum e-Pedal orkupedala sem endurnýtir alla þá orku sem leysist úr læðingi þegar hemlað er. Þegar ökumaður lyftir fæti af orkupedalanum hægir bíllinn á sér og stöðvast án þess að ökumaður þurfi að nota bremsupedalann. Í þessum búnaði er einnig brekkuaðstoð sem sér til þess að bíllinn renni ekki afturábak þegar stansað er í brekku. Sérfræðingar Nissan segja að í 90% tilfella nægi að nota e-Pedal til að stöðva bílinn. Á meðal nýjunga á tækni- og öryggisviði má nefna sjálfvirknikerfið ProPilot sem aðstoðar ökumanninn við aksturinn. Leaf Tekna er búinn ProPilot öryggisbúnaði þar sem meðal annars er að finna vegmyndavél, framradar, neyðarhemlun og akreinavara með inngripi. Í ProPilot-búnaðinum er einnig að finna tæknina „leggja í stæði“. Grunnútgáfa Leaf Visia, kostar kr. 3.690.000 og best búna útgáfan, Leaf Tekna, kr. 4.490.000. BL kynnir formlega nýjustu kynslóð Nissan Leaf laugardaginn 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent