540 fiskar á land á sjö dögum Karl Lúðvíksson skrifar 9. apríl 2018 09:23 Tekist á við sjóbirting í Vatnamótunum. Mynd: www.veida.is Sjóbirtingsveiðin á austurlandi hefur verið með afbrigðum góð og eru veiðitölurnar eftir fyrstu vikuna ótrúlega góðar. Það má svo sem margræða hvað það er sem veldur þessari góðu veiði en það eru nokkrir þættir sem spila inní það. T.d. virðist sjóbirtingurinn vera í góðu æti en sandsílið sem er ein af hans grunnfæðum virðist vera á uppleið og eins þykir það hafa sýnt sig að mikil aukning í veitt og sleppt sé að hafa góð áhrif enda getur sjóbirtingur orðið fjörgamall og hrygnt oft á lífsleiðinni. Afkoman sé því einstaklega góð síðustu ár og mun meira af stórum sjóbirting að veiðast en menn eiga að venjast síðustu 20 árin um það bil. Sem dæmi er veiðin í Vatnamótunum er búin að vera frábær frá því veiða hófst þann 1.apríl. Síðasta holl, sem lauk veiðum á hádegi í gær, var með 207 skráða fiska. Að sögn veiðimanna, þá var fiskur útum allt. Hollið sem hóf veiðar um miðjan dag í gær, var með um 70 fiska á fyrstu vaktinni. Nú eru komnir í bókina ca. 540 fiskar á fyrstu 7 veiðidögunum. Mögnuð veiði. Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði
Sjóbirtingsveiðin á austurlandi hefur verið með afbrigðum góð og eru veiðitölurnar eftir fyrstu vikuna ótrúlega góðar. Það má svo sem margræða hvað það er sem veldur þessari góðu veiði en það eru nokkrir þættir sem spila inní það. T.d. virðist sjóbirtingurinn vera í góðu æti en sandsílið sem er ein af hans grunnfæðum virðist vera á uppleið og eins þykir það hafa sýnt sig að mikil aukning í veitt og sleppt sé að hafa góð áhrif enda getur sjóbirtingur orðið fjörgamall og hrygnt oft á lífsleiðinni. Afkoman sé því einstaklega góð síðustu ár og mun meira af stórum sjóbirting að veiðast en menn eiga að venjast síðustu 20 árin um það bil. Sem dæmi er veiðin í Vatnamótunum er búin að vera frábær frá því veiða hófst þann 1.apríl. Síðasta holl, sem lauk veiðum á hádegi í gær, var með 207 skráða fiska. Að sögn veiðimanna, þá var fiskur útum allt. Hollið sem hóf veiðar um miðjan dag í gær, var með um 70 fiska á fyrstu vaktinni. Nú eru komnir í bókina ca. 540 fiskar á fyrstu 7 veiðidögunum. Mögnuð veiði.
Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði