Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:56 Sylvi Listhaug skaut harkalega á Jonas Gahr Støre, leiðtoga Verkamannaflokksins, á fundinum. Vísir/EPA Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan. Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan.
Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40
Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38