Salah var mættur á blaðamannafund á vegum landsliðsins í gær en Egyptar eru á leiðinni á HM í Rússlandi og verða þar í riðli með Rússum, Úrúgvæum og Sádum. Fyrsti leikurinn á HM er á móti Úrúgvæ.
Næst á dagskrá eru aftur á móti tveir vináttulandsleikir í Zürich í Sviss þar sem Egyptar leika við Portúgal 23. mars og Grikki 27. mars.
Egypskir blaðamenn fengu tækifæri til að spyrja stórstjörnuuna sína spjörunum úr á blaðamannafundinum en Salah fór á kostum í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og skoraði þá fernu á móti Watford.
Mohamed Salah var meðal annars spurður út í samanburðinn við Lionel Messi en eins um það hvernig hann líti á samfélagsmiðla.
Mohamed Salah has no problem with being compared to Lionel Messi.
As for social media... pic.twitter.com/3sVf0YWrMS
— ESPN FC (@ESPNFC) March 19, 2018
Mohamed Salah hefur sex stiga forystu á Lionel Messi í baráttunni um Gullskó Evrópu, hefur skorað 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni á móti 25 mörkum messi í spænsku deildinni.
Mohamed Salah hefur heldur ekki miklar áhyggjur af samfélagsmiðlunum sem hann notar bara sér til skemmtunnar.
„Ég get ekki látið samfélagsmiðlana hafa áhrif á mig hvort það er að breyta skapinu mínu eða breyta sýn mini á lífið. Ég læt þá ekki trufla mig,“ sagði Salah.