Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 33-34 | Agnar tryggði ÍBV deildarmeistaratitilinn Svava Kristín Grétarsdóttir í Safamýri skrifar 21. mars 2018 23:15 ÍBV varð deildarmeistari í kvöld. vísir/valli Eyjamenn eru deildarmeistarar eftir sigur á Fram í kvöld 33-34. Dramatískur leikur þar sem Agnar Smári Jónsson tryggði Eyjamönnum sigurinn á loka sekúndu leiksins. Staðan í hálfleik var 19-17 fyrir heimamönnum. Leikurinn hófst strax að krafti þar sem var mikið skorað og lítið um vörn. Jafnræði var með liðunum og sást það greinilega að heimamenn ætluðu sér ekki að gefa ÍBV neitt eftir í kvöld. Gestirnir úr Vestmannaeyjum voru þó ekki að spila sinn besta leik í fyrri hálfleik og áttu lykilmenn erfitt uppdráttar. Fram komst mest í þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum, 15-12, þegar rúmar 5 mínútur voru til loka hálfleiksins en staðan í hálfleik 19-17, Fram í vil. Fram hélt áfram að leiða í seinni hálfleiknum og virtust þeir ætla að gera út um deildarmeistaradrauma ÍBV. Þegar 15 mínútur voru eftir af síðari hálfleik var staðan 26-22, Arnar Pétursson tók þá leikhlé og Eyjamenn komu sterkari tilbaka. Þeir hófu að saxa á forskot Fram og skoruðu tvö mörk í röð. Staðan þá 26-24, Grétar Þór Eyþórsson leikmaður ÍBV fékk þá hraðaupphlaup og hefði getað komið ÍBV niður í eitt mark en rafmagnið fer af húsinu. Dramatíkin ætlaði engan endi að taka í kvöld. Nokkurra mínútna hlé var gert á leiknum og liðin nýttu sér það vel. Eftir að leikurinn fór aftur af stað skoraði ÍBV í tvígang og náði þá forystunni í leiknum. Eftir það var þetta jafnt fram á loka sekúndu, en þá skoraði Agnar Smári sigurmark ÍBV og tryggði þeim deildarmeistaratitilinn. Lokatölur voru 33-34. Af hverju vann ÍBV? Reynslan vann í dag. ÍBV brotnaði ekki í kvöld þrátt fyrir að hafa verið lélegra liðið í 50 mínútur. Fram barðist allan leikinn og átti meira skilið útúr þessum leik en hungrið í Eyjamönnum vann.Hvað gekk illa? ÍBV átti erfitt uppdráttar varnarlega. Arnar Birkir Hálfdánarson, skoraði 12 mörk í kvöld, öll fyrir utan og var það eitthvað sem ÍBV átti að vera búið að stoppa fyrr. Aron Rafn Eðvarðsson átti ekki góða byrjun og var ansi lengi í gang en varði þó mikilvæg skot undir lok leiks. Fram gekk illa að halda haus, voru klaufar að klára ekki þennann leik. Þeir voru betra liðið í 50 mínútur.Hverjir stóðu uppúr? Sigurbergur Sveinsson var atkvæðamestur í liði ÍBV, skoraði hann 12 mörk. Kári Kristján Kristjánsson átti góðan leik, skapaði mikið í sókninni, skoraði 4 mörk og fiskaði nokkur víti. Þá átti Andir Heimir Friðriksson góðan leik fyrir ÍBV. Lið Fram var heilt yfir mjög gott í dag. Arnar Birkir Hálfánsson þó bestur, skoraði 12 mörk. Hvað er framundan? Tímabilið er búið hjá Fram, þeira enda tímabilið í 10 sæti. Hjá ÍBV er úrslitakeppnin á næsta leyti þar sem Eyjamenn mæta ÍR. ÍBV heldur þó til Rússlands í nótt þar sem þeir leika í Evrópukeppninni.Arnar: Alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera „Við vorum ekkert sérstakir, og vorum bara frekar slakir í fyrri hálfleik. Þvílíkur karakter hérna í lokinn og viljinn að snúa þessu við og klára þetta,” sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, í leikslok. „Framararnir eru góðir og pressulausir, og á móti okkar vörn er voða gott að vera pressulaus. taka þessar sendingar sem þú þorir ekki út í þegar það er pressa á þér. Framarar nutu þess í dag að spila.” „Það er alltaf pressa á okkur, alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera. Við bara lifum við þetta og skilum þessu heim þegar það gerist. Þurfum ekkert að spá í neinu öðru.” „Við erum búnir að vera í meiðslum. Ég held það séu þrír leikir þar sem ég hef getað stillt upp öllu liðinu mínu. Ég er bara stoltur af strákunum og allra umgjörðinni, stjórnni og bara öllum sem eru í kringum okkur að hafa klárað þennann titil, hann er erfiður, þetta er langt mót og margir leikir. Ég er hrikalega stoltur.” Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson eru enn á meiðslalistanum og það er ljóst að Róbert gæti verið frá lengur en reiknað var með. „Robbi kom ekkert alltof vel útur þessari skoðun í dag og ég veit ekki hvort að tímabilið sem bara búið hjá honum. Tveir af fimm bestu leikmönnum deildarinnar, að mínu mati, voru ekki með í dag en við kláruðum þetta.” ÍBV er nú á leid í Evrópukeppnina þar sem liðið mætir Krasnodar. Liðið ferðast frá Keflavík í fyrramálið og við tekur heljarinnar ferðalag. „Helsinki á morgun, Moskva á föstudaignn, Krasnodar á laugardaginn og leikur á sunnudaginn, svo bara beint heim til Eyja á mánudaginn. Þetta er bara erfitt verkefni framundan. „Við förum í úrslitakeppnina til að fara alla leið og klára hana að sjálfsögðu en guð minn góður hvað það er langt í það. Við byrjum á Rússlandi,” sagði Arnar léttur í leikslok.Guðmundur Helgi: Ég er með æviráðningu hjá Fram„Ég ætla bara að byrja á því að óska ÍBV innilega til hamingju, þeir áttu þetta skilið.“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Þeir unnu okkur í dag en við gáfum þeim leik og það var það sem við ætluðum okkur að gera.“ „Það var kannski fyndið að koma inní klefa og menn voru drullu svekktir eftir að hafa tapað fyrir ÍBV með einu, það er jákvætt að menn séu svekktir. Þetta sýnir bara hvað við getum og mínir menn geta alveg helling.“ sagði Guðmundur sem var svekktur að leik loknum og fannst þeir hafa kastað tveimur stigum frá sér. „Við vorum alveg með þetta. Við vorum klaufar í restina, misstum mann útaf fyrir klaufalegt brot. Þeir fóru svo að stela af okkur boltanum og við misstum leikinn bara frá okkur. Þetta fer bara í reynslubankann hjá okkur. ÍBV spilar frábæra vörn en við skorum samt 33 mörk á þá og vorum að leysa þetta vel, en það er auðvitað erfitt að eiga við þá þegar þeir ná þessari pressu.“ Lúðvík Thorberg Arnkelsson fékk beint rautt spjald þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka. Lúðvík braut þá á Elliða Snæ Viðarssyni við vítateig ÍBV. Óþarfa brot sem Guðmundur var ósáttur við. „Ég sá brotið ekki en það skiptir engu máli, ég er mest ósáttur við Lúðvík að hafa brotið þarna.“ Fram endar tímabilið í 10.sæti deildarinnar, eru það vonbrigði? „Já hiklaust eru það vonbrigði. Við lentum auðvitað í meiðslum, misstum hægri hornamanninn okkar, svo missum við Gauta (Þorstein Gauta Hjálmarsson) í 6 mánuði og það skiptir máli fyrir lítin klúbb eins og okkur að tveir mjög góðir menn detta út.“ Guðmundur Helgi lítur björtum augum á næsta tímabil og segist ekki vera að fara neitt, hann er nýbúinn að skrifa undir 5 ára samning við Fram. „Verð ég áfram ? Ég er með æviráðningu hérna. Ég byrja í næstu viku að undirbúa og byggja upp lið fyrir næsta tímabil.“ Agnar Smári: Ákvað að velja þetta móment til að skora„Þetta var mjög sætt og mjög erfitt“ sagði Agnar Smári Jónsson, leikmaður ÍBV. „Vá hvað við gerðum okkur þetta erfitt fyrir. Við erum bara fáranlega heppnir að hafa unnið þetta.“ „Fyrstu 52 mínúturnar voru bara lélegar hjá okkur. Vörnin var léleg, við fengum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleik, það hefur ekki gerst síðan 2011 eða eitthvað.“ Eftir að rafmagnið fór af í Safamýrinni varð töf á leiknum og því kláruðust aðrir leikir kvöldsins á undan leik ÍBV, Agnar segir að þeir hafi ekkert vitað um stöðuna í öðrum leikjum en fagnaðarlæti Eyjamanna í stúkunni hefðu svarað þeirri spurningu „Nei við vissum ekkert hver staðan var þegar flautað var til leiksloka, ég sá það bara á áhorfendum að við værum deildarmeistarar eftir að ég skoraði þetta mark þarna. Ég var ömurlegur í dag en ákvað að velja þetta móment til að skora.“ sagði Agnar Smári að lokum eftir stutt viðtal þar sem hann fór til að taka á móti verðlaunum Agnar Smári Jónsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliSigurbergur Sveinsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliSigurbergur Sveinsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliArnar Pétursson.Vísir/ValliRafmagnsleysi í Safamýrinni.Vísir/ValliMagnús Stefánsson.Vísir/ValliViktor Gísli Hallgrímsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliVísir/ValliAnton Gylfi Pálsson.Vísir/ValliAnton Gylfi Pálsson.Vísir/ValliMatthías Daðason.Vísir/ValliAgnar Smári Jónsson.Vísir/ValliAron Rafn Eðvarðsson.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliAron Rafn Eðvarðsson og Andri Ísak Sigfússon.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliAgnar Smári Jónsson.Vísir/ValliTheódór Sigurbjörnsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliVísir/ValliMagnús Stefánsson lyftir bikarnum.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli, Vísir/Valli Olís-deild karla
Eyjamenn eru deildarmeistarar eftir sigur á Fram í kvöld 33-34. Dramatískur leikur þar sem Agnar Smári Jónsson tryggði Eyjamönnum sigurinn á loka sekúndu leiksins. Staðan í hálfleik var 19-17 fyrir heimamönnum. Leikurinn hófst strax að krafti þar sem var mikið skorað og lítið um vörn. Jafnræði var með liðunum og sást það greinilega að heimamenn ætluðu sér ekki að gefa ÍBV neitt eftir í kvöld. Gestirnir úr Vestmannaeyjum voru þó ekki að spila sinn besta leik í fyrri hálfleik og áttu lykilmenn erfitt uppdráttar. Fram komst mest í þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum, 15-12, þegar rúmar 5 mínútur voru til loka hálfleiksins en staðan í hálfleik 19-17, Fram í vil. Fram hélt áfram að leiða í seinni hálfleiknum og virtust þeir ætla að gera út um deildarmeistaradrauma ÍBV. Þegar 15 mínútur voru eftir af síðari hálfleik var staðan 26-22, Arnar Pétursson tók þá leikhlé og Eyjamenn komu sterkari tilbaka. Þeir hófu að saxa á forskot Fram og skoruðu tvö mörk í röð. Staðan þá 26-24, Grétar Þór Eyþórsson leikmaður ÍBV fékk þá hraðaupphlaup og hefði getað komið ÍBV niður í eitt mark en rafmagnið fer af húsinu. Dramatíkin ætlaði engan endi að taka í kvöld. Nokkurra mínútna hlé var gert á leiknum og liðin nýttu sér það vel. Eftir að leikurinn fór aftur af stað skoraði ÍBV í tvígang og náði þá forystunni í leiknum. Eftir það var þetta jafnt fram á loka sekúndu, en þá skoraði Agnar Smári sigurmark ÍBV og tryggði þeim deildarmeistaratitilinn. Lokatölur voru 33-34. Af hverju vann ÍBV? Reynslan vann í dag. ÍBV brotnaði ekki í kvöld þrátt fyrir að hafa verið lélegra liðið í 50 mínútur. Fram barðist allan leikinn og átti meira skilið útúr þessum leik en hungrið í Eyjamönnum vann.Hvað gekk illa? ÍBV átti erfitt uppdráttar varnarlega. Arnar Birkir Hálfdánarson, skoraði 12 mörk í kvöld, öll fyrir utan og var það eitthvað sem ÍBV átti að vera búið að stoppa fyrr. Aron Rafn Eðvarðsson átti ekki góða byrjun og var ansi lengi í gang en varði þó mikilvæg skot undir lok leiks. Fram gekk illa að halda haus, voru klaufar að klára ekki þennann leik. Þeir voru betra liðið í 50 mínútur.Hverjir stóðu uppúr? Sigurbergur Sveinsson var atkvæðamestur í liði ÍBV, skoraði hann 12 mörk. Kári Kristján Kristjánsson átti góðan leik, skapaði mikið í sókninni, skoraði 4 mörk og fiskaði nokkur víti. Þá átti Andir Heimir Friðriksson góðan leik fyrir ÍBV. Lið Fram var heilt yfir mjög gott í dag. Arnar Birkir Hálfánsson þó bestur, skoraði 12 mörk. Hvað er framundan? Tímabilið er búið hjá Fram, þeira enda tímabilið í 10 sæti. Hjá ÍBV er úrslitakeppnin á næsta leyti þar sem Eyjamenn mæta ÍR. ÍBV heldur þó til Rússlands í nótt þar sem þeir leika í Evrópukeppninni.Arnar: Alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera „Við vorum ekkert sérstakir, og vorum bara frekar slakir í fyrri hálfleik. Þvílíkur karakter hérna í lokinn og viljinn að snúa þessu við og klára þetta,” sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, í leikslok. „Framararnir eru góðir og pressulausir, og á móti okkar vörn er voða gott að vera pressulaus. taka þessar sendingar sem þú þorir ekki út í þegar það er pressa á þér. Framarar nutu þess í dag að spila.” „Það er alltaf pressa á okkur, alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera. Við bara lifum við þetta og skilum þessu heim þegar það gerist. Þurfum ekkert að spá í neinu öðru.” „Við erum búnir að vera í meiðslum. Ég held það séu þrír leikir þar sem ég hef getað stillt upp öllu liðinu mínu. Ég er bara stoltur af strákunum og allra umgjörðinni, stjórnni og bara öllum sem eru í kringum okkur að hafa klárað þennann titil, hann er erfiður, þetta er langt mót og margir leikir. Ég er hrikalega stoltur.” Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson eru enn á meiðslalistanum og það er ljóst að Róbert gæti verið frá lengur en reiknað var með. „Robbi kom ekkert alltof vel útur þessari skoðun í dag og ég veit ekki hvort að tímabilið sem bara búið hjá honum. Tveir af fimm bestu leikmönnum deildarinnar, að mínu mati, voru ekki með í dag en við kláruðum þetta.” ÍBV er nú á leid í Evrópukeppnina þar sem liðið mætir Krasnodar. Liðið ferðast frá Keflavík í fyrramálið og við tekur heljarinnar ferðalag. „Helsinki á morgun, Moskva á föstudaignn, Krasnodar á laugardaginn og leikur á sunnudaginn, svo bara beint heim til Eyja á mánudaginn. Þetta er bara erfitt verkefni framundan. „Við förum í úrslitakeppnina til að fara alla leið og klára hana að sjálfsögðu en guð minn góður hvað það er langt í það. Við byrjum á Rússlandi,” sagði Arnar léttur í leikslok.Guðmundur Helgi: Ég er með æviráðningu hjá Fram„Ég ætla bara að byrja á því að óska ÍBV innilega til hamingju, þeir áttu þetta skilið.“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Þeir unnu okkur í dag en við gáfum þeim leik og það var það sem við ætluðum okkur að gera.“ „Það var kannski fyndið að koma inní klefa og menn voru drullu svekktir eftir að hafa tapað fyrir ÍBV með einu, það er jákvætt að menn séu svekktir. Þetta sýnir bara hvað við getum og mínir menn geta alveg helling.“ sagði Guðmundur sem var svekktur að leik loknum og fannst þeir hafa kastað tveimur stigum frá sér. „Við vorum alveg með þetta. Við vorum klaufar í restina, misstum mann útaf fyrir klaufalegt brot. Þeir fóru svo að stela af okkur boltanum og við misstum leikinn bara frá okkur. Þetta fer bara í reynslubankann hjá okkur. ÍBV spilar frábæra vörn en við skorum samt 33 mörk á þá og vorum að leysa þetta vel, en það er auðvitað erfitt að eiga við þá þegar þeir ná þessari pressu.“ Lúðvík Thorberg Arnkelsson fékk beint rautt spjald þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka. Lúðvík braut þá á Elliða Snæ Viðarssyni við vítateig ÍBV. Óþarfa brot sem Guðmundur var ósáttur við. „Ég sá brotið ekki en það skiptir engu máli, ég er mest ósáttur við Lúðvík að hafa brotið þarna.“ Fram endar tímabilið í 10.sæti deildarinnar, eru það vonbrigði? „Já hiklaust eru það vonbrigði. Við lentum auðvitað í meiðslum, misstum hægri hornamanninn okkar, svo missum við Gauta (Þorstein Gauta Hjálmarsson) í 6 mánuði og það skiptir máli fyrir lítin klúbb eins og okkur að tveir mjög góðir menn detta út.“ Guðmundur Helgi lítur björtum augum á næsta tímabil og segist ekki vera að fara neitt, hann er nýbúinn að skrifa undir 5 ára samning við Fram. „Verð ég áfram ? Ég er með æviráðningu hérna. Ég byrja í næstu viku að undirbúa og byggja upp lið fyrir næsta tímabil.“ Agnar Smári: Ákvað að velja þetta móment til að skora„Þetta var mjög sætt og mjög erfitt“ sagði Agnar Smári Jónsson, leikmaður ÍBV. „Vá hvað við gerðum okkur þetta erfitt fyrir. Við erum bara fáranlega heppnir að hafa unnið þetta.“ „Fyrstu 52 mínúturnar voru bara lélegar hjá okkur. Vörnin var léleg, við fengum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleik, það hefur ekki gerst síðan 2011 eða eitthvað.“ Eftir að rafmagnið fór af í Safamýrinni varð töf á leiknum og því kláruðust aðrir leikir kvöldsins á undan leik ÍBV, Agnar segir að þeir hafi ekkert vitað um stöðuna í öðrum leikjum en fagnaðarlæti Eyjamanna í stúkunni hefðu svarað þeirri spurningu „Nei við vissum ekkert hver staðan var þegar flautað var til leiksloka, ég sá það bara á áhorfendum að við værum deildarmeistarar eftir að ég skoraði þetta mark þarna. Ég var ömurlegur í dag en ákvað að velja þetta móment til að skora.“ sagði Agnar Smári að lokum eftir stutt viðtal þar sem hann fór til að taka á móti verðlaunum Agnar Smári Jónsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliSigurbergur Sveinsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliSigurbergur Sveinsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliArnar Pétursson.Vísir/ValliRafmagnsleysi í Safamýrinni.Vísir/ValliMagnús Stefánsson.Vísir/ValliViktor Gísli Hallgrímsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliVísir/ValliAnton Gylfi Pálsson.Vísir/ValliAnton Gylfi Pálsson.Vísir/ValliMatthías Daðason.Vísir/ValliAgnar Smári Jónsson.Vísir/ValliAron Rafn Eðvarðsson.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliAron Rafn Eðvarðsson og Andri Ísak Sigfússon.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliAgnar Smári Jónsson.Vísir/ValliTheódór Sigurbjörnsson.Vísir/ValliKári Kristján Kristjánsson.Vísir/ValliVísir/ValliMagnús Stefánsson lyftir bikarnum.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli, Vísir/Valli
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti