Agnar Smári Jónsson tryggði Eyjamönnum fyrsta deildarmeistaratitilinn þegr hann skoraði sigurmark ÍBV þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leik liðsins gegn Fram í Safamýrinni í kvöld.
Agnar skoraði 34. mark Eyjamanna og ÍBV vann eins marks sigur, 34-33, í Safamýrinni. Eyjamenn þurftu að vinna leikinn því ef liðið hefði gert jafntefli hefði Selfoss staðið uppi sem sigurvegari.
Selfoss vann öruggan sigur á Víkingum í kvöld og kláraðist sá leikur nokkrum mínútum áður en flautað var af í Safamýrinni. Leikmenn Selfoss fylgdust því vel með lokamínútunum og vonbrigðin leyndu sér ekki þegar skot Agnars lá í markinu.
Stöð 2 Sport var vel með á nótunum í kvöld og myndir af báðum stöðum, Safamýrinni og á Selfossi, má sjá í glugganum efst í fréttinni.
Sjáðu markið sem tryggði ÍBV titilinn og vonbrigðin á Selfossi
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið



„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti




„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn