Einar Rafn með hæstu meðaleikunn HBStatz eftir deildarkeppnina Einar Sigurvinsson skrifar 22. mars 2018 18:15 Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH. Vísir/eyþór Deildarkeppni Olís-deildarinnar lauk í gærkvöldi og endaði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, með hæstu meðaleinkunn leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. Einar Rafn lék alla 22 leiki FH í deildarkeppninni og fékk hann 8,06 í meðaleikunn sem tryggði honum toppsætið á styrkleikalistanum (e. power rankings). Hann var markahæsti leikmaður FH liðsins með 138 mörk, að meðaltali 6,27 mörk í leik en það er fjórða hæsta markameðaltal deildarinnar. Hann var auk þess með 4,6 stoðsendingar að meðaltali í hverjum leik sem setur hann í 2. sæti á stoðsendingalistanum.Björgvin Páll Gústavsson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/antonBjörgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, endaði í 2. sæti styrkleikalistans með 7,95 í meðaleinkunn. Björgvin Páll var með langhæstu meðaleinkunn markvarða deildarinnar en næstur á eftir honum á markvarðarlistanum kom Grétar Ari Guðjónsson í ÍR með 7,79 í meðaleinkunn. Björgvin Páll varði að meðaltali 13,5 skot í leik og 38,9 prósent allra skota sem á hann komu. Hann var einnig með flestar stoðsendingar markvarða deildarinnar en hann lagði að meðaltali upp 1,5 mark í leik.Haukur Þrastarson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/stefánHinn 16 ára gamli leikmaður Selfoss, Haukur Þrastarson, endaði í 3.sæti á styrkleikalistanum. Hann var í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum auk þess sem varnareinkunn Hauks var sú þriðja hæsta í deildinni. Hann stal að meðaltali 1,1 bolta í hverjum leik, sem er næst hæsta meðaleikunn allra leikmanna, Kristján Örn Kristjánsson í Fjölni var hæstur á þeim lista með 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Haukur var auk þess með fimm löglegar stöðvanir að meðaltali í leik en aðeins Gunnar Malquist Þórsson í Aftureldingu og Alexander Örn Júlíusson í Val voru með hærri meðaleinkunn í þeim flokki af leikmönnum sem léku fleiri en einn leik. Bjarki Már Gunnarsson í Stjörnunni var hæstur á varnarstyrkleikalistanum með 7,95 í varnareinkunn. Næstur á eftir honum kom Ísak Rafnsson í FH. Bjarki Már varði að meðaltali 1,2 skot í leik, næst flest skot allra útileikmanna. Ísak Rafnsson var hæstur á þeim lista með 1,8 varin skot að meðaltali.Bjarki Már Gunnarsson er efstur á varnarstyrkleikalistanum.Vísir/Andri MarinóStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,06 2. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,95 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,83 4. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 7,82 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,74 7. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,73 8. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,62 9. Anton Rúnarsson, Valur - 7,59 10. Bergvin Þór Gíslason, ÍR - 7,49Sóknarstyrkleikalisti: 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,27 3. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,26 4. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,13 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 8,06 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,02 7. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,01 8. Anton Rúnarsson, Valur - 7,99 9. Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV - 7,89 10. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,89Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,95 2. Ísak Rafnsson, FH - 7,69 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7.65 4. Ágúst Birgisson, FH - 7,51 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,40 6. Daníel Ingason, Haukar - 7,39 7. Gunnar Malquist Þórsson, Afturelding - 7,37 8. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,21 9. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,20 10. Elvar Örn Jónsson, 7,19Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,62 2. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,79 3. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 7,77 4. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,58 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,24 6. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,24 7. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingur - 7,05 9. Stephen Nielsen, ÍBV - 6,99 10. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,97 Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Deildarkeppni Olís-deildarinnar lauk í gærkvöldi og endaði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, með hæstu meðaleinkunn leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. Einar Rafn lék alla 22 leiki FH í deildarkeppninni og fékk hann 8,06 í meðaleikunn sem tryggði honum toppsætið á styrkleikalistanum (e. power rankings). Hann var markahæsti leikmaður FH liðsins með 138 mörk, að meðaltali 6,27 mörk í leik en það er fjórða hæsta markameðaltal deildarinnar. Hann var auk þess með 4,6 stoðsendingar að meðaltali í hverjum leik sem setur hann í 2. sæti á stoðsendingalistanum.Björgvin Páll Gústavsson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/antonBjörgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, endaði í 2. sæti styrkleikalistans með 7,95 í meðaleinkunn. Björgvin Páll var með langhæstu meðaleinkunn markvarða deildarinnar en næstur á eftir honum á markvarðarlistanum kom Grétar Ari Guðjónsson í ÍR með 7,79 í meðaleinkunn. Björgvin Páll varði að meðaltali 13,5 skot í leik og 38,9 prósent allra skota sem á hann komu. Hann var einnig með flestar stoðsendingar markvarða deildarinnar en hann lagði að meðaltali upp 1,5 mark í leik.Haukur Þrastarson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/stefánHinn 16 ára gamli leikmaður Selfoss, Haukur Þrastarson, endaði í 3.sæti á styrkleikalistanum. Hann var í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum auk þess sem varnareinkunn Hauks var sú þriðja hæsta í deildinni. Hann stal að meðaltali 1,1 bolta í hverjum leik, sem er næst hæsta meðaleikunn allra leikmanna, Kristján Örn Kristjánsson í Fjölni var hæstur á þeim lista með 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Haukur var auk þess með fimm löglegar stöðvanir að meðaltali í leik en aðeins Gunnar Malquist Þórsson í Aftureldingu og Alexander Örn Júlíusson í Val voru með hærri meðaleinkunn í þeim flokki af leikmönnum sem léku fleiri en einn leik. Bjarki Már Gunnarsson í Stjörnunni var hæstur á varnarstyrkleikalistanum með 7,95 í varnareinkunn. Næstur á eftir honum kom Ísak Rafnsson í FH. Bjarki Már varði að meðaltali 1,2 skot í leik, næst flest skot allra útileikmanna. Ísak Rafnsson var hæstur á þeim lista með 1,8 varin skot að meðaltali.Bjarki Már Gunnarsson er efstur á varnarstyrkleikalistanum.Vísir/Andri MarinóStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,06 2. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,95 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,83 4. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 7,82 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,74 7. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,73 8. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,62 9. Anton Rúnarsson, Valur - 7,59 10. Bergvin Þór Gíslason, ÍR - 7,49Sóknarstyrkleikalisti: 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,27 3. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,26 4. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,13 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 8,06 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,02 7. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,01 8. Anton Rúnarsson, Valur - 7,99 9. Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV - 7,89 10. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,89Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,95 2. Ísak Rafnsson, FH - 7,69 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7.65 4. Ágúst Birgisson, FH - 7,51 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,40 6. Daníel Ingason, Haukar - 7,39 7. Gunnar Malquist Þórsson, Afturelding - 7,37 8. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,21 9. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,20 10. Elvar Örn Jónsson, 7,19Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,62 2. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,79 3. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 7,77 4. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,58 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,24 6. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,24 7. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingur - 7,05 9. Stephen Nielsen, ÍBV - 6,99 10. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,97
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira