Viðreisn snýst Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 10. mars 2018 06:00 Viðreisn setti einhvers konar met í pólitískum háloftaæfingum þegar þingmenn flokksins kusu með vantraust tillögu Pírata og Samfylkingarinnar. Þingmenn Viðreisnar hófu atburðarásina með því að tilkynna dómsmálaráðherranum að þeir myndu ekki samþykkja niðurstöður hæfisnefndarinnar vegna kynjahalla. Dómsmálaráðherrann brást við kröfu Viðreisnar með því að breyta listanum og lagaði kynjahlutföllinn. Í framhaldinu samþykkti Alþingi tillögu dómsmálaráðherrans, þar með taldir þingmenn Viðreisnar. Hafði Viðreisn þá fengið sitt fram. Mörgum fannst í ljósi þessa heldur lágkúrulegt þegar þingmenn Viðreisnar ákváðu að greiða atkvæði gegn dómsmálaráðherranum þegar SamPíratarnir fluttu vantraustið. Réttlæting þingmanna Viðreisnar á þessum furðulega snúningi var að ráðherrann hefði ekki gert þeim grein fyrir skoðunum embættismanna á því hvernig staðið var að breytingunum á dómaraefnunum og í því hefði verið fólgin slíkur trúnaðarbrestur að rétt væri að á ráðherrann væri samþykkt vantraust. Vandi Viðreisnar er sá að þau sjónarmið sem embættismennirnir ræddu við ráðherrann komu fram í meðförum þingsins. Þau komu fram á nefndarfundum, í umræðum í þingsal og þau komu skýrt fram í áliti minni hlutans við afgreiðslu málsins. Öll þau rök sem embættismennirnir höfðu rætt lágu því fyrir í umræðunni á þinginu. Eftir að þingmenn Viðreisnar höfðu kynnt sér málið í þaula ákváðu þeir að styðja tillögu dómsmálaráðherrans. Þegar dómur Hæstaréttar féll var Viðreisn því pólitískt samábyrg dómsmálaráðherranum, í bak og fyrir. Svo blása vindar og netheimar loga. Og í stað þess að standa við pólitíska ábyrgð sína fylgdi Viðreisn pólitískri leiðsögn Pírata og verður sú atkvæðagreiðsla því lengi í minnum höfð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun
Viðreisn setti einhvers konar met í pólitískum háloftaæfingum þegar þingmenn flokksins kusu með vantraust tillögu Pírata og Samfylkingarinnar. Þingmenn Viðreisnar hófu atburðarásina með því að tilkynna dómsmálaráðherranum að þeir myndu ekki samþykkja niðurstöður hæfisnefndarinnar vegna kynjahalla. Dómsmálaráðherrann brást við kröfu Viðreisnar með því að breyta listanum og lagaði kynjahlutföllinn. Í framhaldinu samþykkti Alþingi tillögu dómsmálaráðherrans, þar með taldir þingmenn Viðreisnar. Hafði Viðreisn þá fengið sitt fram. Mörgum fannst í ljósi þessa heldur lágkúrulegt þegar þingmenn Viðreisnar ákváðu að greiða atkvæði gegn dómsmálaráðherranum þegar SamPíratarnir fluttu vantraustið. Réttlæting þingmanna Viðreisnar á þessum furðulega snúningi var að ráðherrann hefði ekki gert þeim grein fyrir skoðunum embættismanna á því hvernig staðið var að breytingunum á dómaraefnunum og í því hefði verið fólgin slíkur trúnaðarbrestur að rétt væri að á ráðherrann væri samþykkt vantraust. Vandi Viðreisnar er sá að þau sjónarmið sem embættismennirnir ræddu við ráðherrann komu fram í meðförum þingsins. Þau komu fram á nefndarfundum, í umræðum í þingsal og þau komu skýrt fram í áliti minni hlutans við afgreiðslu málsins. Öll þau rök sem embættismennirnir höfðu rætt lágu því fyrir í umræðunni á þinginu. Eftir að þingmenn Viðreisnar höfðu kynnt sér málið í þaula ákváðu þeir að styðja tillögu dómsmálaráðherrans. Þegar dómur Hæstaréttar féll var Viðreisn því pólitískt samábyrg dómsmálaráðherranum, í bak og fyrir. Svo blása vindar og netheimar loga. Og í stað þess að standa við pólitíska ábyrgð sína fylgdi Viðreisn pólitískri leiðsögn Pírata og verður sú atkvæðagreiðsla því lengi í minnum höfð.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun