Woods höggi frá bráðabana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. mars 2018 22:09 Það er allt á uppleið hjá Tiger. vísir/getty Tiger Woods var einu höggi frá því að tryggja sér bráðabana á Valspar mótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Woods byrjaði daginn einu höggi á eftir Kanadamanninum Corey Conners sem hafði leitt mótið alla helgina en Woods hefur ekki unnið mót síðan árið 2013. Fyrir síðustu þrjár holurnar var Englendingurinn Paul Casey með tveggja högga forystu á Tiger Woods, en hann kom í hús rúmum klukkutíma á undan Woods. Loka holurnar þrjár á vellinum í Flórída eru mjög erfiðar og gefa ekki mörg færi á fuglum. Woods nýtti hins vegar alla reynslu sína og setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu og minnkaði forskot Casey niður í eitt högg. Hann náði að stilla upp langt pútt fyrir fugli á 18. holunni og hefði getað tryggt sér bráðabana hefði hann sett það ofan í, en var of stuttur og Casey fór með sigurinn.TIGER WOODS!!!!! 1. Shot. Back. #QuickHitspic.twitter.com/EzmFJvu0sN — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018 Woods endaði í 2.-3. sæti með landa sínum Patrick Reed á níu höggum undir pari. Reed var jafn Casey í forystunni fyrir loka holuna en þar lenti hann í vandræðum og fékk skolla. Conners átti virkilega slæman dag í dag og endaði mótið í 16.-27. sæti á þremur höggum undir pari, en hann fór hringinn í dag á 6 höggum yfir pari.Golf is heartbreaking. Patrick Reed will finish short by 1.#QuickHitspic.twitter.com/gzFzrDMDor — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods var einu höggi frá því að tryggja sér bráðabana á Valspar mótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Woods byrjaði daginn einu höggi á eftir Kanadamanninum Corey Conners sem hafði leitt mótið alla helgina en Woods hefur ekki unnið mót síðan árið 2013. Fyrir síðustu þrjár holurnar var Englendingurinn Paul Casey með tveggja högga forystu á Tiger Woods, en hann kom í hús rúmum klukkutíma á undan Woods. Loka holurnar þrjár á vellinum í Flórída eru mjög erfiðar og gefa ekki mörg færi á fuglum. Woods nýtti hins vegar alla reynslu sína og setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu og minnkaði forskot Casey niður í eitt högg. Hann náði að stilla upp langt pútt fyrir fugli á 18. holunni og hefði getað tryggt sér bráðabana hefði hann sett það ofan í, en var of stuttur og Casey fór með sigurinn.TIGER WOODS!!!!! 1. Shot. Back. #QuickHitspic.twitter.com/EzmFJvu0sN — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018 Woods endaði í 2.-3. sæti með landa sínum Patrick Reed á níu höggum undir pari. Reed var jafn Casey í forystunni fyrir loka holuna en þar lenti hann í vandræðum og fékk skolla. Conners átti virkilega slæman dag í dag og endaði mótið í 16.-27. sæti á þremur höggum undir pari, en hann fór hringinn í dag á 6 höggum yfir pari.Golf is heartbreaking. Patrick Reed will finish short by 1.#QuickHitspic.twitter.com/gzFzrDMDor — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira