Everton segir frá því að Gylfi sé á leiðinni til sérfræðingsins í kvöld en sá mun skoða meidda hnéið og meta það hversu lengi Gylfi verður frá æfingum og keppni.
Eins og kom fram í morgun þá óttast menn að meiðsli þessi verði til þess að Gylfi missi af HM í Rússlandi í sumar
Gylfi Sigurdsson will see a specialist this evening to determine a timeframe for recovery from the knee injury he sustained on Saturday. #EFChttps://t.co/KmURixQ803
— Everton (@Everton) March 12, 2018
Gylfi hélt áfram eftir meiðslin og kláraði leikinn sem gaf tilefni til bjartsýni en eftir fréttir morgundagsins þá er útlitið ekki gott fyrir lykilmann íslenska landsliðsins.
Það er í það minnsta nokkuð ljóst að Gylfi verður ekki með íslenska landsliðinu í Bandaríkjaferðinni í lok mars sem og að fréttirnir af íslenska landsliðinu fram að heimsmeistaramótinu munu eflaust snúast mikið um stöðuna á hnéinu hans Gylfa.
38 - Gylfi Sigurdsson has created 38 goalscoring chances in the Premier League for Everton this season, 13 more than any other player for the club. Sidelined. pic.twitter.com/xKyIgCxdAC
— OptaJoe (@OptaJoe) March 12, 2018