Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 23:09 Frá fundi suður kóresku sendinefndarinnar og Kim Jon Un Vísir/Getty Forsetaembætti Bandaríkjanna gengur út frá því með fullri vissu að fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, muni eiga sér stað þrátt fyrir að yfirvöld í Norður Kóreu hafi ekki gefið út opinbera staðfestingu þess efnis að fundurinn muni eiga sér stað. Greint er frá þessu á vef Reuters. Sendinefnd á vegum Suður Kóreu átti fund með Kim Jong Un í Norður Kóreu í síðustu viku. Færði suður kóreska sendinefndin heiminum þær fregnir að Kim Jong Un hefði lýst því yfir að hann vildi hitta Trump og forseta Suður Kóreu til að ræða möguleika á því að Norður Kóreumenn losi sig við kjarnorkuvopn. Talskona forsetaembættis Bandaríkjanna, Sarah Sanders, var spurð á blaðamannafundi í dag hvort að þögn yfirvalda í Norður Kóreu um fundinn gæfi til kynna að ekki yrði af honum. Sanders svaraði að forsetaembættið gengi út frá því að fundurinn muni eiga sér stað. „Fundarboðið barst og við þáðum það. Norður Kóreumenn gáfu nokkur loforð og við vonumst til að þeir muni standa við þau. Ef svo verður þá mun fundurinn eiga sér stað,“ svaraði Sanders. Reuters segir yfirvöld í Suður Kóreu halda því fram að þögn Norður Kóreu megi rekja til varfærni þegar kemur að undirbúningi fundarins. Haft hefur verið eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins í Suður-Kóreu að fundurinn verði haldinn í maí. Enginn sitjandi forseti Bandaríkjanna hefur hitt leiðtoga Norður Kóreu og því verður um sögulegan fund að ræða ef af honum verður. Norður-Kórea Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Forsetaembætti Bandaríkjanna gengur út frá því með fullri vissu að fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, muni eiga sér stað þrátt fyrir að yfirvöld í Norður Kóreu hafi ekki gefið út opinbera staðfestingu þess efnis að fundurinn muni eiga sér stað. Greint er frá þessu á vef Reuters. Sendinefnd á vegum Suður Kóreu átti fund með Kim Jong Un í Norður Kóreu í síðustu viku. Færði suður kóreska sendinefndin heiminum þær fregnir að Kim Jong Un hefði lýst því yfir að hann vildi hitta Trump og forseta Suður Kóreu til að ræða möguleika á því að Norður Kóreumenn losi sig við kjarnorkuvopn. Talskona forsetaembættis Bandaríkjanna, Sarah Sanders, var spurð á blaðamannafundi í dag hvort að þögn yfirvalda í Norður Kóreu um fundinn gæfi til kynna að ekki yrði af honum. Sanders svaraði að forsetaembættið gengi út frá því að fundurinn muni eiga sér stað. „Fundarboðið barst og við þáðum það. Norður Kóreumenn gáfu nokkur loforð og við vonumst til að þeir muni standa við þau. Ef svo verður þá mun fundurinn eiga sér stað,“ svaraði Sanders. Reuters segir yfirvöld í Suður Kóreu halda því fram að þögn Norður Kóreu megi rekja til varfærni þegar kemur að undirbúningi fundarins. Haft hefur verið eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins í Suður-Kóreu að fundurinn verði haldinn í maí. Enginn sitjandi forseti Bandaríkjanna hefur hitt leiðtoga Norður Kóreu og því verður um sögulegan fund að ræða ef af honum verður.
Norður-Kórea Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira